01 febrúar, 2015

Frostgúrka


Eftir reynsluna af gúrkukaupum í stórmarkaði eða lágvöruverðsverslun sem ég greindi frá hér og hér, hef ég það fyrir sið, áður en ég skelli gúrku í körfuna, að þukla hana, með sviðpuðum hætti að sauðfjárbændur þukla hrúta.  Séu báðir endar stinnir, litaraftir fremur dökkgrænt en gulleitt og áferðin frekar hrjúf en slétt, hef ég talið að mér væri óhætt.
Svo er hinsvegar ekki.
Gúrkan á myndinni var keypt í lágvöruverðsverslun í höfuðstað Suðurlands fyrir 2 dögum og uppfyllti ofangreindar kröfur mínar.
Hún kom til neyslu í dag eftir að hafa verið geymd við löglegar aðstæður frá kaupum. Innvortis lítur hún svona út og helst má ætla að þarna sé um að ræða frostskemmdir.

Það var mikið framfaraspor þegar íslenskir garðyrkjubændur fóru að nýta orku landsins til að framleiða grænmeti allt árið. Það er hlýtt í gróðurhúsunum hvernig sem viðrar utan dyra, en þar getur orðið ansi kalt eins og hver maður getur sagt sér.
Hvernig er það tryggt að grænmetið frjósi ekki á leiðinn til Reykjavíkur og þaðan aftur í lágvöruverðsverslanir í höfuðstað Suðurlands?

Því miður stefnir í að ég verði enn meira hikandi við grænmetiskaup hér eftir. Því fleiri sem búa við svona reynslu, því minna verður selt af þeirri dásemdar vöru sem íslenskt grænmeti er.

Eitt að lokum:
Hvenær hyggjast garðyrkjubændur hætta að pakka gúrkum í loftþétt plast?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...