09 október, 2009

Það eru fleiri hundar svartir...


... en hundurinn prestsins.

Það eru til ýmsar tegundir af fólki. Það er t.d. til steypufólk og það er til timburfólk. Ég flokka mig sjálfan sem timburfólk. Ég styrkist meira að segja í þeirri sannfæringu þegar mér berst sérstakt tilboð um skýli utan um nýju blátunnuna mína; tilboð, þar sem mér eru boðnar mismunandi útfærslur á steyptu skýli, sem er fleiri hundruð kíló að þyngd og kostar fleiri tugi þúsunda.


Nú bíð ég í ofvæni eftir tilboði frá framleiðendum í mínum flokki með létt skýli á hagstæðu verði.
Ég er tilbúinn að hæla slíkt skýli niður og bera á það á hverju ári, ef það er málið.


Í þessu sambandi við ég gleðja áhyggjufulla: það fauk enginn moggi. Það var fyrsta verk gamla unglingsins þegar hann vaknaði í morgun, að líta út um glugga til að athuga með moggafyllta blátunnuna. Hún var horfin. Hann varð miður sín (segjum það allavega) þar til hann komst að því að samtunnunotandinn hafði komið heila klabbinu í skjól.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...