22 ágúst, 2009

Ekki hermikráka - heldur tilfallandi

Það hafa örugglega fleiri en ég komist í tæri við tilraunavefinn, sem hefur að undanförnu mest fengist við að láta lesendur sína geta sér til um hverjir hinir og þessir Víkarar eru. Hér er um að ræða, að mörgu leyti, sniðuga hugmynd fyrir þá sem þarna þekkja eitthvað til.
Þessi formáli er til þess ætlaður, að taka af öll tvímæli um það, að ég veit um fyrrgreindan vef og einnig að ég hef ekki í hyggju að hefja hér samskonar þátt - nema bara núna.

Sem oft áður lá leið í kaupstað. Í matvöruverslun nokkurri á þeim stað rákumst við á fyrrverandi Laugarásbúa. (nú eru Laugarásbúar, og hafa alltaf verið allmiklu færri en Víkarar og því mun ég veita afar takmarkaðar upplýsingar um viðkomandi).
Þessi maður er kominn í hóp eldri borgara og það kom meðal annars til tals, þegar ég innti eftir því hvernig hann hefði það. Jú, hann hafði það svo sem ágætt að öðru leyti en því hvað vinstri stjórnin væri að fara illa með eldri borgara. Ég þekki þennan mann nokkuð og vissi hvar hann stendur í pólitík og gat því ekki á mér setið að lauma að honum eftirfarandi: 'En getur nú ekki verið að það sé vegna þess sem hægri stjórnin gerði áður?'
Við þetta snögg reiddist viðkomandi, svo viðstöddum brá nokkuð. 'Jóhanna er búin að svíkja allt sem hún lofaði!', hálf hrópaði hann og strunsaði því næst burt án þess að kveðja kóng eða prest.

Ég þori nánast að lofa því að þetta eru nægar upplýsingar fyrir þá sem til þekkja,

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...