18 september, 2010

Holar Laugarásdropinn steininn?

Meðfylgjandi er ástand nýju graseyjunnar í Laugarási eins og búast má við hún fari inn í veturinn.

Mér þykir þetta miður.

Nú er bara að vona að samningar nýrrar stjórnar sveitarfélagsins við sláttufyrirtæki verði með öðrum hætti næsta sumar.

Mér telst til að það hafi verið slegið þrisvar á þessu sumri.


3 ummæli:

  1. Fíflablöðin færa mér samt gleði
    og fagrir blómknúppar á grænum beði
    Er kemur vetur kalt þá litlum greyjum
    kann að verð' á fögrum, grænum eyjum.

    Er þá rétt að aflífa þau strax?
    Ætli fD neyti þarna lags?
    Nær hún fer að fyrirkoma þvotti
    í fögru tunglskini - með refaglotti?

    Hirðkveðill tjáir sig um eyjarnar í Laugarási

    SvaraEyða
  2. Hættu að vorkenna þessum fíflum!
    Hvernig sem ber nú að skilja það.

    SvaraEyða
  3. Svo ekki sé nú minnst á hvað þetta er "fallega" kantskorið..

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...