21 mars, 2008

Og ég er......

Í gleði og sút hef ég gildi tvenn,
til gagns menn mig elta, en skemmd af mér hljóta.
Til reiðar er hafður, um hálsa ég renn,
til höfuðs ég stíg, en er bundinn til fóta.
Ég nenni nú ekki að bíða mikið lengur eftir því að þið, vísu lesendur, finnið út úr þessu. Ég þakka ykkur samt fyrir heiðarlegar tilraunir. Nú ætla ég að gefa ykkur tvær vísbendingar sem geta varla leitt til annars en niðurstöðu í málinu:
1. Hér er um að ræða tvennt, afar ólíkt, sem hefur sama heiti.
2. Íslensk orðabók gefur þessa skýringu á öðru heitinu:
- hörund, skinn, skinnpjatla, lélegt skinn
Baldinn er brókarlaus maður

1 ummæli:

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...