14 nóvember, 2008

Ég bara varð að prófa/nútímamaður

Ég sit nú í tíma í Almannatengslum í HÍ, lem á takkana, hlusta á fyrirlestur með öðru eyranu, skrifa þetta með hinu :).
Þessi aðgerð er ekki alveg sektarkenndarlaus, en ég stóð bara einfaldlega frammi fyrir þeirri spurningu hvort hér væri um að ræða eitthvað sem væri þess virði að reyna.
Hér með er ég búinn að því. Þá er það frá. Nú er að halda áfram með lífið, uppfullur af nýrri reynslu , sem skilur ekkert eftir annað en það, að ég fæ enn eina staðfestingu á því að ég get gert eins og hinir.


Nýir eru tímar nútímamanns
neitar sér ekki um neitt.

3 ummæli:

  1. Ég er nú ekki alveg að skilja þetta?!?!

    Er það semsagt nýtt að sitja í tíma og glósa með tölvunni? Eða að blogga á meðan þú átt að vera gera eitthvað annað? :)

    SvaraEyða
  2. Ég er líka að rreyna að skrifa með eyrunum.

    Hitt hefði ég nú bara getað sagt þér áður en þú fórst í námið:

    Þú þurftir afskaplega, sáralítið á því að halda, nema kannski vegna einhvers skírteinis. EN það (skírteinið) sýnir ekkert um þá eðlislægu færni og innri lífsmenntun sem þettta svið mannlegra samskipta fjallar um.
    EN sem sagt fínt ef þú færð skírteini; um aðra þætti hefði ég nú bara getað vottað - mikið gagn í því!!! - ef þú hefðir sagt mér að "þig langaði í sona.
    Kveð um nútímamanninn síðar, því ég næ því ekki á þessum þremur mín., sem eru eftir af frímínútunum.
    Anónímus
    hirðkveðill

    SvaraEyða
  3. Um nútímamanninn af nepurð
    ég ber mig að yrkja
    Svo naskan -og fjármálin eru hans heilaga kirkja
    Ég lofað ei get'ann þótt græddi ég eitthvað á slíku
    ég gæti bar' alls ekki verið í fjármálaklíku.

    (bloggskapur um nútímamanninn)
    H.Ág. - gamalt loforð um vísukorn.

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...