08 nóvember, 2008

Ætti ég að taka mér egg í hönd?


Kannski fá mér bara tómata (innflutta).
Hér er um að ræða dálítið merkilega togstreitu, væntanlega til komna vegna aldurs og þroska. Ég ákveð í það minnsta að svo sé. 
Fregnir berast af því að fólk sé farið að kasta eggjum og tómötum í Alþingishúsið og það liggur við að mig langi að slást í hópinn. 
Væri ég ca 35 árum yngri núna, myndi ég ekki hika við að tjá hug minn til allrar vitleysunnar, með því að skjótast í höfuðborgina að tjá þar skoðanir mínar. 

Ég á mér reyndar nokkra fortíð sem mótmælandi misréttis og hernaðarbrölts, þó svo ég reikni ekki með að þeir sem þekkja mig nú, eigi auðvelt með að ímynda sér að slíkur rólyndismaður sem ég er, hafi nokkurntíma látið það hvarfla að sér að henda eggjum eða þramma um með mótmælaskilti. Það er nú samt raunin.

Ætli það sé ekki fyrst og fremst hlutskipti þeirra sem yngri eru að mótmæla á torgum. Við hin eigum þá væntanlega að skrifa greinar og tala á fundum. Kannski eigum við bara ekkert að vera að mótmæla neitt, þar sem staða mála er okkur að kenna. Við erum búin að vera að kjósa aftur og aftur yfir okkur landsstjórn sem hefur tekist að leiða okkur þessa ólukku leið. 
Við völdum okkur fulltrúa - þess vegna getum við engum kennt um nema okkur sjálfum.

Ekkert á ég eggið
engu breyta kann.


3 ummæli:

  1. Við sem ekki völdum yfir okkur það sem nú er í boði getum þá skv þessari kenningu kennt þér og öðrum um? :) Til eru reglur sem leyfa riftingu þings ef eitthvað óeðlilegt er, og til eru reglur sem "eiga" að sjá til þess að það sem er að gerast í dag eigi ekki að geta gerst.

    Við trúum og treystum því að brýr haldi þegar við keyrum yfir þær, einsog við trúum því að byggingar sem við búum í séu stöðugar. En vitum við það eitthvað, er það okkur að kenna ef við keyrum yfir brú eða flytjum inn í hús sem svo hrynur, vegna leyndra galla? Don't think so!

    SvaraEyða
  2. Það eru sennilega fleiri, sem erfitt er að ímynda sér í mótmælagöngu...

    EN
    Ekkert á á ég eggið
    engu breyta kann
    lið mér,elsku, leggið
    (ljúfum sjentilmann):
    vantar egg og vildi
    VÍR-úlpu - og sjá,
    þá ég skjótast skyldi
    að skamma kalla' - ó,já.

    Bloggskapur til mótmælahvatningar

    Góða ferð - og "útistöður"!
    Hirðkveðillinn

    SvaraEyða
  3. ...ætlaði einmitt að verða sammála fyrri ræðumanni með því að segja að ekki var það ég sem kaus mér þessa bjána sem hafa setið í ríkisstjórn fram til þessa, svo að mér finnst það réttlæta þessi mótmæli sem eru uppi nú.. aðallega þessir bjánar sem eru stuðningsmenn sjálfstæðisflokksins sem að kannski ættu að hugsa sinn gang :)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...