19 mars, 2009

Nýjasta dellan í önnunum



Það er margt sem manni dettur í hug, þó svo það virðist eins og andríki mitt hafi, svo sem öllum má vera kunnugt, af einhverjum ástæðum verið í lítilsháttar hvíld að undanförnu. Það er þarna,  hinsvegar  og mér virðist að hér með hafi mér tekist að finna enn eina birtingarmynd þess.

Mér hefur áskotnast fyrirbæri sem ég nefni ekki, sem gerir mér kleift að búa til vektoramyndir með lítilli fyrirhöfn.
Byrja að sjálfsögðu á staðnum eina, sanna. Þetta ber að líta á naivískt byrjendaverk, sem ég get auðvitað skýrt að fullu.

Allt hefur vikið að undanförnu
og engu er við það að bæta.
Annríki ljótu og leiðigjörnu
legg fyrir myndgerð ágæta.

2 ummæli:

  1. :-)

    hirðkveðillinn

    SvaraEyða
  2. Utanaðkomandi gæti jafnvel fundist rauði liturinn innan veggja kirkjunnar eiga að tákan einhverskonar hita...jafnvel ofstæki :)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...