06 maí, 2009

DK - CPH - IH - FL43 (IV)


Ég reikna með að nú hljóti að hilla undir lokin á þessari umfangsmiklu umfjöllun - eftir því sem lengra líður frá því atburðir áttu sér stað fennir meira í förin og ónákvæmni verður meiri. Það er eiginlega bara tvennt eftir sem þörf er á að minnast á og það kemur hér:

5. Veislan - að öðru leyti.
Allt fór þetta fram af miklum rausnarbrag, en það sem ég vil nefna (auk þess sem getið var í lið

4) lýtur að framgangi foreldranna, en þeir fluttu yfirgripsmikla tölu þar sem umfjöllunarefnið var ævisaga unglingsins.
Ekki er hægt að skilja við veisluna nema víkja orði að þríréttaðri máltíðinni. Hún var ekki nógu góð - fyrir mann af minni stærð (les: hún var of góð).
Veisla þessi hófst kl. 13.30 og ég var ekki kominn í náttstað fyrr en að verða 22.00. Geri aðrar veislur betur.

6. 'Blue Monday'
Þessi siður mun vera alkunnur á Íshæð og líklega þá einnig víðar í hinu danska ríki.
Daginn eftir dag eins og þarna var um að ræða, þar sem unglingarnir eru bornir á gullstól og upplifa sjálfa sig sem miðpunkt alls sem er, skapast tómarúm. Allir farnir, ekkert að gera, aftur skammaður, allt eins og var.
Þarna kom á einhverjum tímapunkti fram sú snilldarhugmynd að lengja aðeins í dýrðinni. Þetta felst í því að auk fermingarfatanna eru keypt svokölluð bláa mánudagsföt. Þeim er klæðst daginn eftir stóra daginn, og samfermingarbörnin skella sér í nýju fötunum út á lífið. Þetta er sjálfsagt allt gott og blessað, er frést hefur til Fróns af því að lítillega hafi þurft að taka á málum í lok þess dags, en það er ekki mitt að fjalla um.


Hér með er komið að punkti, eftir okkur orð til viðbótar, sem fela í sér þakkir okkar Kvisthyltinga fyrir sérlega góðar móttökur á heimaslóð þeirra Íshæðinga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...