08 maí, 2009

Dimmision (nei) - Dimmission (nei) - Dimissio (já)


-hægt að stækka með því að smella (held ég) -


Enn á ný fagnar sá hópur fólks í stofnuninni þar sem ég vinn, því, að kennslu er lokið og ekkert eftir af skólagöngunni á Laugarvatni nema prófatími. Sem betur fer eiga flestir inni fyrir fagninu; eru vel að því komnir. Því miður eru einnig þeir sem eflaust hugsa nú sem svo, að betur hefði nú verið hægt að vinna í málunum. Hvernig þessu lýkur öllu saman, kemur í ljós í lok mánaðarins þegar endanlega liggur fyrir hver uppskeran verður. Vonandi bjargast þetta nú allt saman.
Ástæða þessarar færslu er ekki síst sú að nú hyggst sá yngsti afgreiða þennan kafla lífsins.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af þessum ágæta hópi á góðri stund.



3 ummæli:

  1. oooo hvað ég vildi að ég hefði verið að dimmitera aftur :)
    sá yngsti tekur sig nú bara helvíti vel út í hlutverki Mario!

    SvaraEyða
  2. Maður spyr sig afhverju Mario eru stelpur í meirihluta...... :)

    SvaraEyða
  3. af því að Mario er lágvaxnari en Luigi..minnstu strákarnir fengu að vera Mario líka :) eða svo sagði örverpið allavega..

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...