Þessi helgi fór nú að stórum hluta í að taka þátt í ættarmóti. Afkomendur þeirra Páls Guðmundssonar og Elínar Jóhannsdóttur komu saman á Baugsstöðum og í Laugarási.
Eins og búast mátti við, er fjarri því að allir þeir sem þarna áttu þátttökurétt hafi sé sér fært að taka þátt í allri dagskránni eða nokkrum hluta hennar yfirleitt. Það er ekkert við því að gera.
Ekki fjölyrði ég meira um það allt saman, en læt myndirnar tala.
Aðallega er ég nú að setja þetta hér fyrir þá Kvisthyltinga sem ekki gátu verið á staðnum.
Við Knarrarósvita var smalað í hópmynd.
Leggjamyndir voru síðan teknar um kvöldið á tjaldstæði Sólveigarstaðahjóna.
Guðný Pálsdóttir
var elsta barn Elínar og Páls sem þarna átti fulltrúa.
Elst barna hennar og Skúla, er Ásta
Hún er hér með sínu. Hún er 5. frá vinstri, fyrir þá sem ekki vita.
Önnur í röðinni er Sigrún, sem er þessi ljóshærða.
Sá þriðji er ég, auðvitað, en tel ekki nauðsynlegt að fjalla um það á mynd.
Sá fjórði er Benedikt, en hann var ekki viðstaddur myndatöku.
Sá fimmti er Magnús, en hann var ekki heldur viðstaddur myndatöku.
Siggeir Pálsson
var næst elsta barn Páls og Elínar.
Elsta barn hans og Unu Kristínar er Páll, sá í ljósa jakkanum.
Næst elst er Svanborg (Svana), sú í bláum jakka.
Þriða í röðinni er Elín (Ella). Hún er hér í rauðum jakka.
Fjórði í röðinni er Þórarinn. Hann var ekki viðstaddur myndatöku, en hér má sjá hans fólk.
Fimmta barnið er Guðný, sú rauðhærða.
Sigurður Pálsson
er þriðja barn Páls og Elínar sem lifði.
Hér er Ásta, sem er elst.
Þá er það Páll Georg, sem er annar frá hægri.
Þar með segi ég þetta gott.
Fínar myndir Palli. Beið að vísu eftir fullri nafngreiningu samhliða gripasýningunni ;)
SvaraEyða