02 desember, 2009

Klappað fyrir vírusum

Ég er hér með að lýsa ánægju minni með ágæta tónleika sönghópsins Veiranna sem vour í dómkirkjunni í kvöld. Öll söngskráin var flutt acappella (án undirleiks) og hljómaði hreint ágætlega.
Laugvetningarnir okkar, þau Erla og Pálmi styrkja þarna altinn og bassann, pottþéttt að vanda.

Það skemmdi nú ekki fyrir, að á milli laga fengu tónleikagestir (eða fengu ekki en gerðu samt) að klappa átölulaust. Það munar miklu að fá útrás og senda skilaboð til flytjendanna og sjá þá brosa af lítillæti. Það munar miklu þegar maður sér andlit tónleikagesta, sem brosa á milli laga, um leið og þeir slá saman lófunum sem þakklætisvotti.
Hvernig getur sá sem öllu ræður, haft eitthvað á móti því?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...