Þessari helgi verður að mestu eytt í að rifja upp lif eða líferni sem átti sér stað fyrir 10 árum minna en hálfri öld. Eftir veturlangan undirbúning skólafélaga í Héraðsskólanum á Laugarvatni, veturinn 1969-70, mun á fjórða tug fyrrverandi unglinga koma saman á Laugarvatni til að rifja upp liðnar mótunarstundir.
Hlutverk mitt í þessum undirbúningi hefur verið tvennskonar:
A. - að sjá til þess að hópurinn fái tækifæri til að skoða sig um innandyra í Héraðsskólahúsinu og
B. - að tryggja að "pöbbarölt" geti átt sér stað.
Þessum ábyrgðarmiklu hælutverkum hef ég að sjálfsögðu reynt að sinna af kostgæfni, en það verður síðan að koma í ljós hve vel hálfsextugur hópur fyrrverandi skólafélaga lætur að stjórn.
Hlutverk mitt í þessum undirbúningi hefur verið tvennskonar:
A. - að sjá til þess að hópurinn fái tækifæri til að skoða sig um innandyra í Héraðsskólahúsinu og
B. - að tryggja að "pöbbarölt" geti átt sér stað.
Þessum ábyrgðarmiklu hælutverkum hef ég að sjálfsögðu reynt að sinna af kostgæfni, en það verður síðan að koma í ljós hve vel hálfsextugur hópur fyrrverandi skólafélaga lætur að stjórn.
Í hópnum afar minnisgott fólk, og það er ekki laust við að nokkurrar tilhlökkunar gæti, þegar það hefur upp raust sína: "Já, í þá daga gerðist nú margt eftirminnilegt, og það held ég nú. O, jamm og já."
- myndina á, og tók Karl Skírnisson -
Skólanum stýrði á þessum tíma hinn litríki Benedikt Sigvaldson, ásamt konu sinni (geri ég ráð fyrir) Öddu Geirsdóttur.
------------------------------------------
Leturstærð á bloggskrifum mínum hef ég valið m.t.t. .þess, að lesendahópurinn er að líkindum kominn af léttasta skeiði í sjónarlegu tilliti. Þetta met ég ekki síst þar sem ég sjálfur þarf í sífellu að stækka letrið sem lesa þarf, eins og t.d. hér.
_______________________________
Ég minni á, að fyrir sjóndapra má alltaf grípa til þess að hald niðri "ctrl" á lyklaborðinu, og á sama tíma "scrolla" með miðtakkanum á músinni. Þannig er auðvelt að stækka og minnka letur.
SvaraEyðaps: flott mynd :)
Svo lengi lærir sem lifir. Þetta er bara ans sniðugt.
SvaraEyða