Það er í eðli okkar (má reyndar deila um það) að vera aldrei fyllilega ánægð með það sem við höfum. Við ákveðum einhverja stefnu í lífinu, en sjáum þá yfirleitt fljótt að stefna einhverra annarra er líklegast betri. Reynum við síðan þeirra leið, er allt eins líklegt að sú sem við völdum í upphafi hafi hreint ekki verið svo galin, þegar allt kemur til alls.
Það er einmitt vegna þessa þáttar í sálarlífi okkar mannanna sem hægt er að selja okkur hluti af ýmsu tagi; farsíminn sem okkur hefur dreymt um lengi, veitir ekki þá fullnægju sem hann átti að gera, því við höfum séð einhvern vinanna með síma sem hlýtur að vera miklu flottari og betri.
Nú langar mig, samkvæmt því sem hér hefur verið sagt, í nýja myndavél. Ég á svo sem fína vél, EOS400, sem dugir auðvitað. Hinsvegar hef ég verið að taka myndir á EOS550 undanfarið, með þeim afleiðingum, að mér finnst að ég þurfi að fá mér slíka græju.
Þó fD telji að ég eigi að láta það eftir mér, í stað þess að vera að safna upp í arf handa eftirkomendunum, þá er eitthvað í eðli mínu sem segir að maður eigi ekki að vera að eltast við allt sem er nýtt og betra. Það á síðan í átökum við annað sem segir, svo ekki verður misskilið, að þetta verði hreinlega að gerast.
Á þessari stundu hef ég ekki ákveðið hvað verður úr.
Myndin er úr EOS550 - tekin af vatnsslag á Laugarvatni.
mér finnst þú ættir að kaupa hana
SvaraEyðaog ef nánar er litið má svosem færa fyrir því rök að D550 er alls ekki svo slæmur arfur :) Þannig að ekki er hægt að notast við þá röksemdarfærslu :)
SvaraEyðaEN ég er sammála ÞSP að þetta er græja sem ber að kaupa, hafi maður á annaðborð efni á því :)
er það bara ég eða fer letrið á blogginu þínu alltaf stækkandi??? Mér finnst ég þurfa að auka upplausnina hjá mér talsvert til að geta séð eina málsgrein á skjánum hjá mér án þess að þurfa að "skrolla" niður :)
SvaraEyðaHef grun um að þetta sé gert til að koma til móts við lesendur bloggsins sem eru yfir fimmtugu, en hvað veit ég svosem.
Myndræn þjáning mikil er
SvaraEyðamjög nú líður Palli hér
-líst mér sækja lækni-
Myndavél nú munar í
mikilsháttar fínerí
- með alls kyns undratækni.
Þraut að lina þarflegt tel
þrátt ég hygg, og veit og "skel"
-að tryggur munt þá tóra:
Kauptu Palli kæran grip
kauptu þó að myndist hrip
í arfinn ógnarstóra!
Hirðkveðill hnoðar skilnings- og hvatningarljóð um myndræna drauma
PMS
Þakka hvatningarorð og innblásinn kveðskap.
SvaraEyðaNú er að sjá hvað setur, á tímum ónýtar krónu.