22 maí, 2010

Vorverkin hefjast með mögulegu drápi.

Til að stækka letrið er gott ráð að halda Ctrl takkanum niðri, meðan skruntakkinn á músinni er notaður við að stækka og minnka letrið.(heimild: EÁP)




GULLREGNIÐ
"Ég VISSI að ég hefði ekki átt að hleypa þér nálægt því með þetta!"
Undanfari þessarar yfirlýsingar fD var sá, að ég tók mig til, tók fram rafmagnsorfið, og hóf að slá þar sem helst er orðið grænt gras í mosaþembunni fyrir ofan hús. Á blettinum sem sleginn var, hafði á síðasta sumri verið plantað gullregni, sem gerði lítið allt sumarið en að veslast upp. Ég hafði ekkert skoðað það nú í vor til að kanna hvort í því leyndist líf, og sló því ekkert sérlega varlega í kringum það, með þeim afleiðingum, að við smá hnykk, lenti orfið utan í hinu, að því er ég taldi, steindauða gullregni. Við það kom í ljós að hér var hreint ekki um steindautt gullregn að ræða, heldur bara þó nokkur lifandi gullregn. Þegar nánar var að gáð, kom í ljós að það var vel ríflega farið að bruma.
Það næsta sem gerðist var, að fD tók sér stunguskóflu í hönd, fór upp í brekku og tók þar holu, kom síðan niður, gróf upp gullregnið og kom því fyrir á nýja staðnum, fjarri öllum óvitum, sem ekki þekkja eðli gullregns.




























ASKURINN

"Þessi Askur þinn er steindauður!" var það næsta sem nefnt var. Askurinn var keyptur á sama tíma og gullregnið - s.l. vor.
"Nú? Ertu nú alveg viss um það?"

Þetta var orðið svona dæmi þar sem gullregnið var hennar, en askurinn minn.
Ég tók mig nú til á endanum og fór að athuga hvernig komið væri með askinn. Auðvitað var hann sprellifandi eins og sjá má á þessum myndum.

Heimildir:
Hugarfylgsni höfundar.

2 ummæli:

  1. haha ! Mitt og Þitt :)
    Gott að bæði voru lifandi allavega..

    SvaraEyða
  2. Litla tréð það ljóta á
    lúinn Kvistholtsbóndi
    og frúin ljúf það fullvel sá
    fráneyg á það góndi....
    Greip svo til sín gullregnið
    og geymdi í holu dýrindið.

    "Askinn skaltu eiga þinn
    utanvert við garðinn minn"

    Hirðkveðill yrkir um garðyrkjustörf Kvistholtshjóna - í hnotskurn :-)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...