22 maí, 2010

Enn er sungið þó enginn sé kórinn

Á þessum bæ eru menn búnir að vera í ótímabundnu leyfi frá reglulegum kórsöng um allnokkra hríð. Ástæðum þess hafa verið gerð nokkur skil á þessum síðum og ekki verður fjölyrt um þær - breytir líklega litlu.

Það hefur hinsvegar æxlast svo, að af og til hafa gefist tilefni hjá fyrrverandi kórfélögum að koma saman í eitt og eitt "gigg", sér til upplyftingar og viðhalds.

Þannig var það í gærkvöld, þegar kórstjórinn okkar, fyrrverandi fagnaði fimmtugsafmæli sínu ásamt samstarfsfólki í gegnum árin, með tveggja tíma tónleikum í Kristskirkju í Landakoti. 
Þarna komu fram, auk kóranna sem afmælismaðurinn stjórnar og hefur stjórnað, fjöldi af úrvals tónlistarfólki.

Á eftir var síðan skellt á veisluborð í biskupshúsinu.

Ansans ári skemmtileg stund bara.

Enn er sungið þó enginn sé kórinn
því alltaf er tilefni.
(hirðkveðill botnar) :)

Heimildir:
Staðreyndir daglegs lífs og hugarfylgsni höfundar.

1 ummæli:

  1. Enn er sungið þó enginn sé kórinn
    alltaf er tilefni:
    magnaður er mikill hórinn
    margt þar eg til-nefni:
    haldið er framhjá kirkju og kalli
    kristilegt telst ei það,
    vær' ekki sæmst að syngja líka
    á sannkristilegum "stað"?

    Eða hvað, eða hvað... eða hvað?

    Hirðkveðill yrkir um fjöllyndi hins blygðunarlausa Skálholtskórs, sem látinn flakkar nú á milli kirkjudeilda, kinnroðalaust.
    ja, svei! :-)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...