25 janúar, 2011

Spennandi tímar


Janúar er nú oft fremur óaðlaðandi mánuður í mínum huga. Það er þó erfitt að kvarta yfir þessum. Stanslaus spenna, sveifla milli sigra og ósigra, bæði hér og nú, og í framtíð. Það lliggur við að maður viti ekki alveg hvernig maður á að vera.
Það helsta sem um er að ræða er eftirfarandi:

Spenna magnast í aðdraganda að vali víglubiskups í Skálholti. Margir kallaðir, að sögn, en hvaða sjónarmið munu ráða valinu? Hver ræður valinu, yfirleitt? 

Mikil tölvupóstabarátta um nafn stofnunarinnar sem ég vinn við stóð yfir um síðustu helgi. Stóð tæpt um tíma. Lá við að þátttakendur misstu svalann.

Íslenskt landslið sýnir svarthvítan leik sem fjöldi áhugasamra fær ekki að horfa á. 

Línur að skýrast í orrustunni um Ísland. Maður vissi nú svosem hvar víglínan er, en nú birtist hún þjóðinni smám saman, æ skýrar. 

Fræðslumál í Bláskógabyggð fá stöðugt meira vægi í nánasta umhverfi. Hvert skal stefna?

Beðið í ofvæni eftir því að símaþjónustufyrirtækið sendi fulltrúa sinn til að skipta um myndlykil (ætli 3ja vikna bið eftir svoleiðis sé eðlileg?)

Það liggur við að þessi mánuður sé of þrunginn spennu. Hann fer nú að hverfa í aldanna skaut. 
Skyldi hans verða minnst fyrir eitthvað sérstakt?

4 ummæli:

  1. Kemur ekkert á óvart að Síminn taki sinn tíma.... en þá er bara um að gera að vera leiðinlegi kúnninn sem hringir aftur og aftur þangað til þeir drullast á staðinn ;)

    SvaraEyða
  2. Það er gott að vera trúr sínum mönnum :)

    SvaraEyða
  3. Er ML að fara skipta um nafn??

    Kveðja
    BKBen

    SvaraEyða
  4. Bara þessi eilífa brátta milli "að" og "á". Hún tekur á sig ýmsar myndir.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...