24 júní, 2011

Þjóðin: "Það gerðist ekkert hér!"

Þjóðin fær tækifæri til að ausa lofi og lasti yfir þann hluta sinn sem hlustar að tiltekna útvarpsstöð. Undanfarin ár hef ég nokkuð oft orðið fyrir því að vera þar sem stillt er á þessa útvarpsstöð eftir kl 16 á virkum dögum. 
Ef mann langar að upplifa firrta þjóð þá er gott að hlusta á lastarana sem þarna láta ljós sitt skína. 
Ef það er eitthvað sem ég þoli illa síðustu árin þá er það sú arfleifð útrásarbólunnar, að allir eigi að geta fengið allt, nákvæmlega þegar þeir vilja, eins og ekkert hefði í skorist. 

Baráttan við eigendur fjármagnsins og þjóðarskömm, sem er, að því er virðist ófær um að sjá eitthvert heildarsamhengi út úr stöðu mála, stefnir í að tapast, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Ég leyfi mér að lýsa undrun minni á því að skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur skuli ekki löngu vera komin á hvíldarheimili með tilheyrandi áfallahjálp, eftir þá orrahríð sem á þeim hefur dunið frá því þau tóku að sér, með fulltingi meirihluta þjóðarinnar, að leiða þjóðina út úr mestu hörmungum sem á henni hafa dunið á lýðveldistímanum.


Hvernig hélt fólk að þetta gengi fyrir sig, eiginlega? Kannsi bara PÚFF - kreppan farin og norræn velferð eins og hver vildi komin í staðinn?  

Ég hef auðvitað sömu möguleika og hver annar til að hringja í útvarpsstöð og lofa og lasta. Það geri ég auðvitað ekki, þar sem það samræmist ekki skoðun minni á þannig innhringingum. Ef ég hringdi þá myndi ég lofa núverandi stjórnvöld fyrir að standa ennþá í lappirnar gagnvart óvígum her fjármagnseigenda, sem gætu þurft að taka eitthvað á sig (hvort sem það eru refsingar vegna landráðastarfsemi þeirra á bólutímanum, eða skerðing á réttindum til sjálftöku af þjóðarkökunni, eða auknar álögur), og gasprara, sem virðast ófærir um að hugsa umhverfi sitt í einhverju samhengi.

"Fram, fram, aldrei að víkja" - eða þannig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og...

lastararnir ljúga hratt
með lítil rökin
því er miður, það er satt,
- með þjösnatökin.

Aldrei þakka, aldrei hrósa
eða hlýða
Þannig finnst mér þjóðin mín
- og þreklaus víða.Hirðkveðill Kvistholts vill taka þátt í að greiða fyrir dvöl á verulega góðu heilsuhóteli t.d. í hinu fagra Tékklandi - í fagurri byggingu- fyrir Jóhönnu og Steingrím:;) - Hvers vegna VILL fólk ekki viðurkenna að þau eru í raun að reyna að lyfta þremur Grettistökkum????
- Hiðrkveðill skilur ekki málið og því síður þann skít sem fólk lætur út úr sér um téða stjórnmálamenn. "þau hafa bara ekkert gert" - Hefur nokkur önnur stjórn staðið andspænis því sem þau horfa á daglega????
Hrmmmph og grrrrr....

(Ráð)villtur unglingur með bleika plötu

Sýnishorn af plötubunkanum Ég er sennilega einn þeirra sem aldrei náði þeirri stöðu á unglingsárum, að verða svokallaður töffari. Ég var...