30 mars, 2008

Já, gerum það


Já, styðjum Hannes Hólmstein Gissurarson. Hann hefur gert þjóð sinni margt gott. Hann er líklega einn af vísari vinum alþýðunnar og þar að auki einn skeleggasti, vandvirkasti og virtasti fræðimaður sem starfar við Háskóla Íslands. Svona menn eiga það sannarlega skilið þegar þeir verða fyrir ómaklegum árásum, annarsvegar frá þeim sem þeir ólu og hvöttu til dáða, og hinsvegar frá illviljandi kommúnístum, að við styðjum vel við bakið á þeim. Við förum létt með að borga inn á reikninginn dágóða upphæð og gera Hannesi þannig kleift að halda áfram sínu góða starfi, hvort það er á vettvangi fræðimennskunnar eða þá við að setja ofan í við óþæga skoðanabræður.
Styðjum Hannes

2 ummæli:

  1. Sem talað úr mínum munni. Ekki nóg með það heldur hafa fáir slíkir hugsjónamenn talað af jafnmiklum eldmóð. Né sett fram jafn vel ígrundaðar verklagsbreytingar sem munu gerbylta allri fræðimennsku hérlendis um ókomna framtíð.

    SvaraEyða
  2. "fyrir að hafa skrifað bók sem hann mátti víst ekki skrifa" - WTF ! hvað er inni í hausnum á þessu liði?!

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...