19 ágúst, 2008

Bloggskapur í bundnu máli

Ekki ætla ég mér að reyna að freista þess að þykjast hafa sett saman það sem hér fer á eftir. Það er frú Helga Ágústsdóttir sem ber ábyrgð á því. Eins og þeir sem eitthvað hafa lesið þennan kima veraldarvefsins hafa sjálfsagt tekið eftir, þá heiðrar fH hann með sérstökum bloggskap sínum í bundnu máli í hvert eitt sinn. Það sem hér birtist er bloggskapur hennar í tilefni síðustu færslu minnar. Þó svo með góðum vilja megi halda því fram að það sem hún tínir til gæti hugsanlega verið það sem tínt var saman og sett í kassa, þá var svo auðvitað ekki, því ekki veit hún annað um þann verknað en það sem hér hefur birst. Engu að síður tel ég kveðskapinn þess eðlis að það geti verið gaman fyrir aðra að lesa.

Komdu og skoðað’ í kisturnar þeirra
af kössum og dýnum er aldeilis nóg
einnig við fundum svo ótal margt fleira
afgamlan smekk, já og koppinn og skó
hringlun’ hans Egils og hrosshaus úr vír

og hrylling úr plasti ( sem var eitt sinn kýr )
og íþróttabuxur með blettóttum röndum
og bláleitan kjól, sem var fallegur nýr.

Svo voru myndir og sægur af plötum
og svolítill bolti sem Þorvaldur á
og klútar með snýtum úr krakkanna nösum
og karfa með sokkum og pumpa ein (grá)
regnhlíf og bakpoki rifin og tætt
og rústir af Legó og bangsarúm – (sætt)

frímerk’ og pennar og prjónar með garni
poppkorn sem líklegast varla er ætt.


Margs konar firning’ í flöskum og glösum

fjarstýring (horfin) og sólglerin blá
ágætar myndir og úlpu með vösum
allsendis heilleg’ –en en púkó að sjá
glósur frá Brynjari og Guðnýj’ í hrauk
gamaldags lukt , já og peningabauk
nótur og ilmvatn og nærföt .. af hverri?
Nærbuxur síðar - og hálfétinn lauk.

Bloggskapur samkenndarinnar


Bloggskapinn í bundnu máli
berja máttu augum hér.

1 ummæli:

  1. "Bloggskapinn í bundnu máli
    berja máttu augum hér"

    ... ef ég man rétt þá var til siðs að segja - og gjóa bragauga á næsta mann -
    "og botnaðu nú, helvítið þitt!"

    Hirðkveðillinn Laumubloggarans

    P.S. Þau hin skráðu áfrýjunarorð, tíðkuðust harla mjög, áður en "pöplinum" varð ljóst að blótsyrði til áhersluauka eru alls ekki fín og leiða vart til himnavistar. Og hananú!

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...