24 ágúst, 2008

Mest Bolvíkingar, eða þannig


Nú er það afstaðið og jafnvægi að nást. Færri lýsingarorð núna en síðast, enda ekkert sjálfgefið að þau sé það sem allt stendur og fellur með.


Bolvíkingarnir Gulla og Sigurður voru í heimsókn hjá gamla unglingnum nú um helgina og vildu þau kalla þetta 'snemmbúna afmælisheimsókn', en unglingurinn verður níræður þann 29. september, n.k.

Við Kvisthyltingar komum nokkuð að málinu, ekki síst fD, en kynni okkar við Gullu ná aftur til ársins 1974 þegar við unnum saman í Lýðháskólanum í Skálholti.

Lokið er lýðháskóladraumi
og langt er síðan þá.

1 ummæli:

  1. Lokið er lýðháskóladraumi
    -lífið enn seitlar fram í straumi-
    Þó langt sé nú liðið víst um síðan
    lifir enn glettnissvar og blíðan.

    (Bloggskapur til heiðurs þeim er eignaðist laumubloggarann)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...