06 september, 2008

"Þetta líkar mér ekki....

...þegar maður er loksins búinn að læra á eitthvað kerfi þá...fer allt í vitleysu með einhverju  sem setur allt á annan endann."
Eitthvað á þennan veg orðaði fD viðbrögð sín þegar hún var búin að bregðast með jákvæðum hætti við tilboði um að hala niður IE7. Hún komst að því þegar allt var um garð gengið, með tilheyrandi rístarti, að allt, sem kallast feivorits eða sjortköts var horfið.  
Það vildi svo til, að á svipuðum tíma og þetta gerðist var ég búinn að hala niður Google Chrome vafranum í beta útgáfu. Dásama hann enn í bak og fyrir, þó svo ekki sé nú komin mikil reynsla á altt það sem hann hefur að bjóða.

Svona umræða er merki um aðeins eitt: 
Það er harla fátt að gerst þessa dagana umfram venjubundið brauðstrit. 
Það má kannski segja að um sé að ræða lognið á undan storminum, því framundan er að heiðra höfuðborg fyrrverandi herraþjóðar vorrar með heimsókn okkar Kvisthyltinga. Þar mun ég sitja ráðstefnu ESHA (ef einhver nennir að vita hvaða fyrirbæri það er, þá gúglar hann það bara), en fD mun á sama tíma taka hús á frændgarðinum, sem er orðinn umtalsverður að umfangi á þeim slóðum.

Þá stendur yfir undirbúningur að því að ráðast í framkvæmdir við síðasta ósnerta herbergi Hússins. Eins og nærri má geta þá á ég í vandræðum með að halda aftur af framkvæmdagleðinni. Ég er þó búinn að afreka það, að festa kaup á svakalegri græju (ég, eins og öllum ætti að vera ljóst, kaupi hreint ekkert annað en að besta), niðurfalli. Lítillega hafa flísar verið athugaðar, en ekki hefur nást frekari niðurstaða í það mál. 

Eins og má ímynda sér þá er margt framundan hér, ekki síður en í öðrum löndum. Nú er að hugsa málin í botna og velta vel og rækilega fyrir sér hvernig best verður staðið að öllum þáttum komandi verka, svo þau megi standa um aldur og ævi sem minnisvarðar um vel unnið verk. 


Niðurfall er náðargjöf,
sem nú er komin heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...