17 september, 2008

Kvatt

Ég leyfi mér að birta hér fréttatilkynningu vegna tónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 27. september, n.k. kl. 17.30.

--------------------------------------------------------------------

Kveðjutónleikar í Skálholtskirkju

Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri kvaddur

Laugardaginn 27. september kl 17.30 verður haldin mikil tónlistarveisla í Skálholtskirkju.  Hilmar Örn Agnarsson hefur nú látið af störfum sem organisti og kórstjóri í Skálholti eftir nær 20 ára farsælt starf og nú er komið að eftirminnilegri kveðjustund.

Á tónleikunum koma fram, undir stjórn Hilmars, félagar í þeim kórum, sem hann hefur stjórnað undanfarin ár, þ.e. Skálholtskórinn, Barna- og Kammerkór Biskupstungna og Kammerkór Suðurlands.  Einnig fjöldi þekktra tónlistarmanna, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar, sem tekið hafa þátt í tónleikum með kórum Hilmars.  Má þar sérstaklega nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, sem sungið hefur einsöng með kórunum innanlands sem utan, söngvarana Hrólf Sæmundsson, Margréti Stefánsdótttur og Maríönnu Másdóttur, sálmabandið Lux Terrae, Hjörleif Valsson konsertmeistara og hans lið, Jóhann I Stefánsson trompetleikara, svo nokkrir séu nefndir.  Þá munu hinir ágætu organistar, Haukur Guðlaugsson, Steingrímur Þórhallsson og Guðjón Halldór Óskarsson leika á orgel kirkjunnar fyrir tónleikana, meðan gestir ganga til sætis.

Flytjendur munu allir sem einn leggja sitt af mörkum til að gleðja þá sem koma að hlusta, gleðja hvert annað og ekki síst söngstjórann, sinn góða vin og baráttumann fyrir sönguppeldi og söngmenningu í sveitum landsins.  Megi honum farnast vel á nýjum starfsvettvangi.

Aðstandendur tónleikanna óska þess, að þeir sem tök hafa á, láti upphæð sem svarar aðgangseyri að tónleikunum, (t.d. kr 2000,-) í söfnunarkassa í andyri kirkjunnar og mun ágóði tónleikanna renna óskiptur í námssjóð fyrir Hilmar Örn.  Viljum við með því sýna honum örlítinn þakklætilvott fyrir það óeigingjarna starf, sem hann hefur lagt af mörkum fyrir samfélagið hér austan fjalls undanfarna áratugi.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kórfélagar í kórum Hilmars

------------------------------------------------------------------------------------------

Með tónum skal töfruð fram gleði

2 ummæli:

  1. Með tónum skal töfruð fram gleði
    -þótt tregi' einnig finnist í geði-
    við metum hans starf
    sem menningararf
    og allt- það sem okkur gott léði!

    Bloggskapur um að meta hvað gott er gert

    SvaraEyða
  2. Ekki vissi ég að Stefánsdóttur væri skrifa með 3 téum. Sýnir bara hvað maður veit mikið um íslenska málhefð :)

    Annars vildi ég að ég gæti verið með í þessu, en þar sem það gengur ekki bið ég fyrir góðar kveðjur til Hilmars.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...