Þessa dagana er sannarlega nóg að snúast og þessi færsla fellur einfaldlega undir eitthvað sem kalla mætti stuld á verðmætum tíma. Fyrir utan það, að í fyrramálið hyggst ég lemja lyklaborð með hinum unglingunum í HÍ og þá er vika í skil á fyrsta verkefni í námskeiðinu því. Þá eru framundan stórtónleikar í Skálholtsdómkirkju á laugardag kl. 17.30, að afloknu brúðkaupi. Einhver einn veit hvort þar verður um að ræða síðasta sinn sem ég ljái þeirri ágætu kirkju yndisfagra tenórrödd mína (mér hafa þegar borist nokkur tilboð um þátttöku í kórum í framhaldi þess að eftir laugardaginn verður ekkert til (í það minnsta eins og staðan er nú) sem kalla má Skálholtskórinn). Tilboðin íhuga ég vissulega vandlega og læt vita þegar niðurstaða liggur fyrir.
Gamli unglingurinn nýtur þess að verða níræður á komandi mánudegi og það stefnir í að eitthvað verði gert til hátíðarbrigða, ef tekst að tala hann inn á eitthvað slíkt.
Það er einhvernveginn eins og brauðstritið sé að færast aftar í röðinni, en það verður að líta á það sem og hluta af þeirri þróun, sem smám saman gerir meira vart við sig og sem ég hef þegar íað (íjað/ýjað/ýað/í-að/ý-að) að hér að þessari eðal síðu.
Aldrei skal íað að neinu
sem enginn veit neitt um.
Því ræður hann, allt að einu
sá einn, er við tilbiðjum.
Allir bjóð í þinn róm
SvaraEyðaeinkar fagran þýðan!
Eftir verður auðn og tóm
alla tíma síðan.
En gætum við ei gæskur minn
gert oss hóp einn fríðan?
Bloggskapur um að vilja endilega halda kórnum okkar saman - hvað sem tautar og raular.
Og svo er afmæli!
SvaraEyðaJá nú er að gleðjast með góðum:
Það Guð styrki- kæti og ljóðum!
Og föðurins glott
ber fallegan vott
um farsæla´stigu er við tróðum.
Bloggskapur um/til unglingsins hennar fD og laumubloggarans
Eini dagskrárliðurinn á ruv.is sem ég get ekki hlustað á er Víðsjá? :) Magnað!
SvaraEyða