28 september, 2008

Grand finale


Það er ekki annað hægt að segja en löngu og farsælu starfi hafi lokið með stæl, eins og sagt er, á kveðjutónleikum Hilmars Arnar Agnarssonar í Skálholtskirkju í gær. Í sneisafullri kirkjunni fengu flytjendur og gestir að njóta sýnishorns af því sem sá sem kvaddur var hefur verið að vinna að í tónlistarmálum í Biskupstungum og á Suðurlandi öllu. Þá þakkaði Þrúða, í ávarpi sínu í upphafi tónleikanna, Hófý fyrir ómetanlegt framlag hennar í gegnum árin. Það var vel til fundið.

 Tónleikunum lauk ekki fyrr en úti á tröppum kirkjunnar, þar sem kórar og hljóðfæraleikarar sungu gestina út úr kirkjunni. Mér varð það á að hugsa, að ef til vill fæli sú sjálfsprottna og óæfða aðgerð í sér ákveðna túlkun á því, að nú sé kirkjan ekki lengur skjól fyrir starfsemi af þessu tagi, en sjálfsagt er það bara ekki fallega hugsað hjá mér.

Tónleikarnir sjálfir tókust sérlega vel, enda þátttakendur sér þess vel meðvitaðir að það var komið að ákveðnum leiðarlokum, í bili að minnsta kosti. Gestir, sem ég hitti, fundu vel fyrir þeirri blöndu af trega og gleði sem geislaði frá þeim sem fram komu.

Þakkir þeim sem komu og létu þannig í ljós þakklæti sitt fyrir uppbyggilegt starf Hilmars í Skálholti.

Að tónleiknum loknum eyddu þátttakendur kvöldinu saman á veitingahúsinu Klettinum.
 
Nú er nýr dagur, sem, eins og allir dagar, felur í sér fyrirheit um eitthvað annað. 

Ég tók nokkrar myndir á lokaæfingu í gærmorgun.




3 ummæli:

  1. Synd að hafa ekki getað tekið þátt, og þetta hefur greinilega verið svakaleg skemmtun.

    Maður fær vott af heimþrá.

    SvaraEyða
  2. ég hefði viljað getað komast líka..

    SvaraEyða
  3. Við sungum með söknuð í hjarta
    en samt mátti greina hið bjarta
    tónanna flug
    og tærleik' í hug
    í fögnuð' og fegurð að skarta.

    Bloggskapur með trega
    *********************************
    Já svo sannarlega var það afar viðeigandi að ávarpa Hófý af hlýju og þakklæti þótt fjarstödd væri.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...