26 október, 2008

Bögglast með fésbók

Ég held að það sé að verða ár síðan  að Berlínarmaðurinn hvatt til þess að menn stofnuðu aðsestur á fyrirbærinu 'FACEBOOK'. Ég er að mörgu leyti forvitinn maður og tel mig þar að auki ekki fordómafullan og meira að segja all nýungagjarnan. Þessvegna var að að eg fór að þessum ráðum og síðan hef ég birst þarna í öllu mínu veldi, safnandi 'vinum' héðan og þaðan. Það er nefnilega þannig að ég hef fengið tölvupósta frá fólki (að langmestum hluta fyrrverandi nemendum) sem vill vera 'vinir' mínir. Ég hef einnig fengið skeyti frá núverandi 'vinum' mínum þar sem mér er bent á að óska eftir 'vináttu' við tiltekna einstaklinga - en þar dreg ég mörkin. Ég get með engu móti farið út á þá braut að senda fólki beiðni um að fá þá í 'vinahóp' minn. Mér finnst það hreinlega úr karakter.
Já og svo hvað?

Ég verð að viðurkenna, að fyrir mann á mínum aldri, og í minni stöðu, þá örlar sem sagt nokkuð á vandræðagangi í kringum þetta allt saman. Ég hef lítillega verið að spyrjst fyrir um það, hjá áhugasömum fésbókurum, hver tilgangurinn er með þessu, en hef ekki fengið viðhlítandi svör. 

Svo gerðist það í morgun, að einir tíu nýir aðilar (meðal annars 2 nýir fésbókarar í Danaveldi, á mínum aldri) bönkuðu á dyrnar og vildu vera 'vinir' mínir, og að sjálfsögðu varð ég við þeirri ósk umyrðalaust, enda allt fólk sem ég þekki af góðu. 
Eftir situr hinsvegar spurningin áleitna: 'Til hvers?"

Fés er fyndin bók


3 ummæli:

  1. Ótrúlegt en satt, þá upplifi ég ákveðin líkindi með þessu :) Ertu kannski faðir minn? :)

    Maður hefur bara gaman að því að taka þátt í vilteysu nútímans, sama hvaða nafni hún nefnist. Facebook, LSD, eighteees.....eða hvaða rugl sem það er. Þetta erum bara við :)

    SvaraEyða
  2. nohhh maður verður að fara að drífa sig heim að skoða herlegheitin :)

    SvaraEyða
  3. ... og barasta kominn á feisbúkk - og allt...!
    Viltu vera vinur minn
    ef verð eg líka vinur þinn?
    og vinir okkar vinir
    síðan verða smátt og smátt
    í vinahópnum skal þá kátt!

    Bloggskapur um dásemdir nútímaa"vináttu"(?!)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...