28 október, 2008

Langþreyttur á lygimálum

Hver lýgur best?
Er það útrásavíkingurinn, sem lýsir sig ábyrgðarlausan?
Er það Seðlabankastjórinn, sem lýsir sig og bankann (af því að þeir eru einn) ábyrgðarlausa?
Er það forsætisráðherrann, sem lýsir sig og flokkinn sinn ábyrgðarlausa?
Er það utanríkisráðherrann, sem lýsir sig og flokkinn sinn ábyrgðarlaus?
Er það viðskiptaráðherra, sem lýsir sig og flokkinn sinn ábyrgðarlausa?
Er það fjármálaráðherrann, sem lýsir sig og flokkinn sinn ábyrgðarlausa?
Er það framsóknarformaðurinn, sem lýsir sig og flokkinn sinn ábyrgðarlausa?
Eru það hinir flokksformennirnir, sem lýsa sig og flokkana sína ábyrgðarlausa?
Eru það þingmenn úr öllum flokkum, sem lýsa sig og flokkana sína ábyrgðarlausa?

Er það kannski bara ég sem er ábyrgur? 
Ég keypti EOS og meira að segja linsu. Ég keypti PS-P640 og ég keypti Xtrail.

Vissulega er mikilvægt að fylgjast með fréttum og ég get varla sagt að ég missi af einu einasta orði. Ég er hinsvegar kominn að þeirri niðurstöðu eftir allan lygavaðalinn sem okkur, borgurum þessa lands er boðið upp á dag eftir dag  - og nótt líka, að ég trúi engum.  Ef ég trúi engu sem ér sagt, þá er ég væntanlega bara í vondum málum.

Við Íslendingar erum saklausir ljúflingar. Það vefst ekki fyrir aðalleikurum í því sjónarspili sem nú gengur yfir (með saklausari andlit en nýfætt barn), að sannfæra okkur um að þeir beri ekki ábyrgð á því hvernig komið er. 
Þegar þá þrýtur rök fyrir máli sín nota þeir þekkta aðferð: það var eitthvað miklu stærra sem olli þessu. 

Ætli ég láti þetta ekki duga eftir lygaþvæluna (að mínu mati) sem veltist yfir landslýð í fréttatímum á þessu kvöldi.

Stöndum saman - hættum að trúa.

Ljúfsár er lygatrúin.

3 ummæli:

  1. Til að komast í stjórnmál þarftu að læra eftirfarandi frasa og vera góðu í þeim:

    "Ég hef ekki heyrt neitt um það!"
    "Þetta er rangt hjá þér!"
    "Það er ekki tímabært að ræða það!"

    ...svo er alltaf klassískt að svara spurningu með spurningu.

    Þannig er hægt að komast hjá því að ræða hlutina. ÓÞOLANDI

    SvaraEyða
  2. Ljúfsár er lygatrúin
    á langflest' er trausti rúin
    vonbrigðin í mér velta
    og víst mun ég bráðum svelta
    því góðráðin öll þeir geymdu
    ... og gleymdu.

    Bloggskapur um vonbrigði og vonleysi gagnvart illri og ómerkilegri náttúran ráðamanna.

    P.S.
    Hvenær ætlar þessi þjóð að gera ALVÖRU-kröfur um að menn með RAUNVERULEGA þekkingu, reynslu og menntun séu settir yfir mikilvæga málaflokka? Núna dúkka upp fremur yfirlætislausir menn, sem virðast vel viti- og þekkingarbornir og segja frá því sem hefði þurft að gera og þeir hafi þráfallllldlega bent á!

    En sorrí, það var bara svo gaman í öllum þessum lúxus að ráðamenn vildu ekki skemma hann....?
    Já meira að segja hirðkveðlinum er öldungis hreint takk fyrir og meira -en nóg boðið...
    H.Ág.

    SvaraEyða
  3. ...svínið sagði; "ekki ég!", hundurinn sagði; "ekki ég!", kötturinn sagði; "ekki ég!"

    hver ætli taki að sér að vera litla gula hænan ?

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...