01 nóvember, 2008

Skyldu þeir skjótann?

...Það er ekki gott að segja. Í rauninni yrði ég ekki undrandi. 
Þegar fólk er opinskátt farið að bera hann saman við merkustu foystumenn í lífi þessarar, að eigin mati, guðsblessuðu og veraldarinnar stærstu og mestu, þjóðar, þá bendir allt til að það komi upp spurningin um hve margir lífdagar bíða hans. 
Ég velti því fyrir mér, árangurslaust, hvernig á því getur staðið, að í flestum löndum heims myndi hann rúlla upp þessum kosningum sem framundan eru. En ekki meðal sinnar eigin. Hvað er það í karakter þessa bræðslupotts ólíkra þjóðabrota sem veldur því að þar er allt annað uppi á teningnum. 
Er þessi þjóð úr einhverjum tengslum við þann raunveruleika sem aðrar þjóðir á jarðarkringlunni upplifa? 
Ef svo er, hversvegna skyldi það vera að mín þjóð sækir svo margt þarna vestur eftir? 
Er mögulegt að minnimáttarkennd okkar sé slík, að við getum ekki leitað annað að fyrirmyndum? 
Er afleiðingin af þessu sú raunveruleikafirring, sem við höfum verið að gera okkur sek um undanfarin ár, með alþekktum afleiðingum?

Allt eins líklegt.

Þjóðar vorrar þotuliðið góða
þykir ekki eftirbreytnivert.
Ísafold er ekki, meðal þjóða.
æðislega frábær eða sperrt.



1 ummæli:

  1. Þjóðar vorrar þotuliðið góða
    þykir ekki eftirbreytni vert
    Ísafold er ekki meðal þjóða æðislega frábær eða sperrt.
    Varpaði hún viti fyrir róða?
    Varð ei neitt til lausnar þar að gert?
    Mammonsþrælar mikið voru'að lóða*
    -magnað hversu holdið nú er bert!

    (Jamm - ósköp er að sjá þá svona bláskínandi nakta alla saman-oihjoihjoih!)

    Bloggskapur um slyðruorð aumingja Ísafoldar meðal þjóðanna.


    *sbr. lóðatíkur o.fl.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...