05 október, 2008

Haustlitir, gellur og málningarkúlur



Ég gæti hér, í löngu máli, fjallað um atburði þeirrar helgar sem nú er að líða hjá. 

Í umfjöllun um haustlitaferð og kjötsúpudásemdir starfsmannafélags ML s.l. föstudag, gæti ég sagt frá því sem gerðist bak við hól. Það ætla ég ekki að gera

Í umfjöllun um gullaldargelluferðina til höfuðborgarinnar í gær gæti ég fjallað um þátt 5 miðaldra kvenna í óeirðum í miðbænum í gærkvöld. Það ætla ég ekki að gera.

Í umfjöllun um þátttöku mína í málningarkúluslag í höfuðborginni í gær gæti ég fjallað um það þegar maður drap mann, en kúlan sprakk ekki og maðurinn drapst eða drapst ekki. Það ætla ég ekki að gera.

Mig hálf klæjar í fingurna að skrá þessar frásagnir með mínum hætti, en  í ásláttarnámskeiðinu mínu bíður verkefni, sem ég er að verða alltof seinn með. Þar fyrir utan sýður á mér vegna þess fáránleika sem yfir þjóðina gengur þessa dagana. Ég vísa á umfjöllun mína um blessaðan kapítalismann fyrir nokkru.

Ég vona að rætist úr þessu öllu, bráðlega.

Með bjartsýni berjumst við áfram
og bráðum skín sólin á ný.

2 ummæli:

  1. það er ekkert verið að minnast á súper bíóferðina...

    SvaraEyða
  2. Með bjartsýni berjumst við áfram
    og bráðum skín sólin á ný
    og sæld þá og gull munum sjá fram
    á,,,, svo byrjar útrás á ný!!

    ***********

    Eigi kveð, það ekki má
    um ofurdirfsku frúnna,
    og mig fékk enginn maður sjá
    málnings-slag að sinna,
    ekkert segi, enda frómur
    - ekki er þó hugur tómur!

    hihi
    - hugsaði laumubloggarinn

    Bloggskapur um "pen"heit í bloggi

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...