06 október, 2008

Næst er það bara Rotterdam

Ég hef fengið ákúrur fyrir að geta ekki um það í tengslum við helgarafrekin, að á meðan fD ásamt 4 öðrum á svipuðu reki, voru að mála miðbæ Reykjavíkur rauðan, með þeim afleiðingum, m.a., að þeim var hent út af veitingahúsi (jæja - allavega einni þeirra), þá skelltum við líffræðingurinn okkur á málningarboltakeppni áður en haldið var í kvikmyndahús til að njóta nýjustu afurðar íslenskrar kvikmyndaframleiðslu, Reykjavík-Rotterdam
Hér er um að ræða glettilega vel gerða mynd um efni sem vel hæfir þeim tímum sem við lifum nú. Þegar fólk stendur frammi fyrir aðstæðum af þessu tagi er allt eins líklegt að það freisti þess að bjarga sér og sínum með því að skreppa til Rotterdam. 

Verum nú samt bjartsýn. 
Okkur er lofað uppgjöri 
- en það er nú svo sem búið að lofa okkur svo miklu svo lengi................

Er' í Rotterdam ráðin sem að duga?
Er Reykjavík nú fyrir bí?
Mun kapítal kannski þig buga?
Ég kann ekki' að svara því.  

1 ummæli:

  1. Mér þætti nú gaman að vita hvaða konur þetta voru og hverri var hent út og þá væntanlega fyrir hvaða sök. Giska á að það hafi verið fyrir reykingar innandyra

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...