Nú er verkið hafið, verkið sem hefur það markmið að ljúka við byggingu þess 24 ára gamla húss. Til þess að það verk geti gengið fyrir sig svo sem til er ætlast þarf að breyta lögnum til nútímaforms og 26 ára gamlar hugmyndir um baðherbergi hefur þurft að endurskoða. Það sem telja má stærstu hugmyndafræðilegu breytingarnar felast í því, annarsvegar, að í stað hefðbundins baðkars skal sett upp sturta samkvæmt nýjustu stöðlum og hinsvegar í því, að salernið hangir uppi á vegg.
Ég ætla nú varla, í ljósi fyrri orða minna, að fá mig til gð segja frá því hvar ég uppgötvaði galdarfyrirbærið WEDI byggingaplötur.
Það var reyndar í sjónvarps-þættinum I/Ú. Í framhaldi hans skellti ég mér í Vídd. Það varð síðan úr að þessar plötur eru notaðar við uppbyggingu á sturtubotninum og undir allar flísar.
Það er auðvitað svo, að ekki hafa allir á þessum bæ verið á einu máli um hvernig frágangi á þessu mikla herbergi skuli háttað og má að hluta til rekja þessa 25 ára undirbúningssögu til þess. Nú teljast allir viðkomandi vera sáttir og það stefnir í formlega opnun í miðri kreppu. Þar með teljumst við vera búin að leggja okkar af mörkum til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi.
Bót verður að baði,
það byggt var ei með hraði.
Brátt það verður brúkað
og brosandi þar.......
(þetta er algerlega úr karakter og einvörðungu til þess gert að finna rímorð)
Algerlega út úr karakter
SvaraEyðaað yrkja ljóð með rímorðinu KÚKA
þett' er afar miður þykir mér
og þessu verður undireins að ljúka!
H. Ág.
Til lukku með að vera loks að fá "rennandi vatn og öll nýmóðins þægindi".
Til hamingju með áfangann !
SvaraEyðaSvo verður nú voða gaman að koma heim og fara í nýju sturtuna :)
Þetta er náttúrulega glæsiframkvæmdir!
SvaraEyðaAkkúrat tíminn til að gera eitthvað byltingarkennt enda í stíl við andrúmsloftið.
Saknaði þó að sjá ekki bóndann með smíðasvuntuna enda er hann vel kunnur fyrir smíðahæfileika sína :)