21 nóvember, 2008

Það væri líklega margt vitlausara....

...en að fagna því huganum með mér, nú eða tjá það með áhrifaríkum hætti í viðbragða-græjunni, að nú hef ég lokið síðasta áfanganum að  svokölluðu diplóma í opinberri stjórnsýslu. Það er nú ekki bara í Perth eða Berlín sem fólk er að gera það gott þessa dagana. :) 

Ég er búinn að vera að dunda mér við þetta undanfarin ár og tel að þessi aðgerð mín hafi átt sinn þátt í því að ég lít svo á að höfuðið á mér sé síður en svo að gefa sig að ráði.

Það má spyrja um tilgang með svona löguðu. Svarið er í rauninni einfalt: Maður lærir til að læra, en ekki með það sem megintilgang að ná sér í vel launaða stöðu. 
Starfsánægja hlýtur alltaf að vega þyngra en þung budda, þegar upp er staðið. Reyni hver sem vill að mótmæla því með rökum. Nú er tækifærið.
Næst á dagskrá er að skella sér í að láta sig hlakka til afa-barnsins, prófa-tímans, jólanna og heim-komu Ástralíu-faranna, jafnvel einnig kóræfingar hjá Víxlakórnum (sérlega heppilegt nafn á kór um þessar mundir. Að öðru leyti gæti hann heiti Kreditkórinn, eða Söngkórinn Debet). Kórinn heitir reyndar ekki neinu þessara nafna, ekki enn í það minnsta. Mig grunar einhvern veginn að það verði kvenlæg viðhorf sem munu verða ofan á hér sem annarsstaðar  og sem kalla á eitthvert kvenlægt nafn (Blómakórinn, Vinakórinn, eða þ.u.l. Ég ætla nú ekki að missa  svefn yfir því.  Kórinn þessi hefur það markmið eitt að kíkja á Berlín í byrjun júní.


Tímamót á að tala um
en tönnum á að bíta með.
Það er mér ekki þvert um geð.

6 ummæli:

  1. Til hamingju með að kunna nú stjórnsýslu opinberlega.

    Held barasta að þá sértu kominn á par við alþingismennina :)

    SvaraEyða
  2. Hirðkveðill Laumubloggarans kunngjörir hamingju- og velvildaróskir í tilefni áfangans!

    Ósköp er nú indælt prófið
    ósköp gott að þú ert búinn!
    Mikið ert' nú merkur, hróið
    og mikið hreint - já, alveg búinn!
    H.Ág.

    ... og svo er það litla skottið, sem birtist bara alveg rétt bráðum! - Og Ástralía sjálf á heimleið. Já, stundum er nú lífið dásamlegt.
    Ég var að panta miða á "Skilaboðaskjóðuna" fyrir mín tvö litlu trýni og "Rebba ráðagóða" eins og þau kalla virðulegan hirðkveðilinn.
    Megi nú allir gleðjast um sinn...
    Anónímus hirðkveðill

    SvaraEyða
  3. æ, síðasta línan átti að vera:

    "máttlaus já og heldur lúinn"

    svona er að ýta of fljótt á "senda"
    Gott að vera ekki fullkomin - þótt litlu muni!
    H.Ág.

    Viltu breyta þessu fyrir mig?

    SvaraEyða
  4. Til hamingju með að vera kominn með diplom.... það er eitthvað sem ég á aldrei eftir að sjá :) sé ekki fyrir mér í hverju það ætti að vera :)

    afhverju ekki bara Tungnakórinn eða kór Biskupstungna? er ekki það einfaldasta alltaf besta lausnin?

    SvaraEyða
  5. Hvaða andskotans þingmannaparanoja er þetta að þurfa að samþykkja öll komment!!! Þó´þú sért kominn með stjórnunar vottun, þarf nú ekki að snúa öllu við.

    SvaraEyða
  6. Þetta með samþykki á komment var nú reyndar eitthvað sem ég gerði ekkit vitandi vits. Nú er að reyna að finna út hvernig ég get afgert það :(

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...