Þetta hef ég áður fjallað um á þessu svæði. Ég hef ekki bara kvartað, eins og hér, heldur einnig fagnað og þakkað fyrir eins og hér.
Því skal ekki neitað að það mjakast í áttina að því að vera þolanlegt, ástand umhverfismála á opnum svæðum í Laugarási. Ég neita því ekki að ég var undrandi og glaður fyrir kosningar í vor þegar einhver tók sig til og keyrði mold í svæðið milli götunnar og nýju gangbrautarinnar gegnum Laugarás. Ekki minnkaði undrunin þegar ég komst síðan að því dag einn, að það átti að tyrfa yfir moldina, en ekki bara sá í þetta. Að vísu hef ég sjaldan séð önnur eins vinnubrögð við að leggja þökur, en þarna komu þær. Já nú var greinilegt að hér stóð til að sinna umhverfinu eins og gert í öðrum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins.
Nú kemur mér þetta svo sem ekkert meira við, en öðrum íbúum í þessu þorpi og veit ekki hvort þeir eru eitthvað að gera til að þrýsta á úrbætur í þessum efnum okkur til handa. Það verður bara að hafa sinn gang.
Ég sé ekki fram á annað en að ég verði að fara að óska eftir að sjá samning þann sem var gerður við sláttufyrirtækið í vor. Þar ætti þessi mismunun þorpa(ra)nna að birtast svart á hvítu.
Það er líka margt fallegt í Laugarási
Já það færi fróðlegt að fá að sjá þennan samning sem snýr að slætti.
SvaraEyðaEr þá ekki hægt að fara fram á að íbúarnir greiði 1/3 þess útsvars sem aðrir íbúar sveitafélagsins greiða? :D