08 júlí, 2010

Auðvitað hárrétt

Ástand mála finnst mér kristallast ansi vel í viðtali við sálfræðinginn Kolbrúnu Baldursdóttur og þarf í raun engu við það að bæta. Ekki ætla ég mér að fara að gerast skoðanabróðir Péturs Blöndal, en það er sannarlega rétt hjá honum að ansi margir þegnar þessa lands, sjá ekkert nema naflann á sjálfum sér. Við erum að því er virðist ófær um að líta til þess hvernig kjörum annarra en okkar sjálfra er háttað - hætt að finna til samkenndar nema þá með einstaka: "OMG hvað þau eiga bágt!" - síðan höldum við áfram að skoða naflann á okkur, í litla heiminum okkar.

Það sjá allir, að með slíku áframhaldi tekst okkur aldrei að ná lendingu. Hér verða að koma til málamiðlanir, því það á enginn að sleppa við óhjákvæmilegar byrðar. Auðvitað finnst mér að þeir sem fóru á neyslufyllerí eigi að sitja uppi með sinn skerf; að frekar eigi að koma til móts við þá sem tóku lán til eðlilegra hluta - húsnæðis fyrir fjölskylduna t.d., en ég geri mér grein fyrir að þar eru stór grá svæði.

Það mikilvægasta í öllu finnst mér að skaðvaldarnir fái makleg málagjöld, ekki þeir sem eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður, en mér sýnist að naflaskoðararnir séu alveg búnir að gleyma hverjir þessir skaðvaldar voru.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...