04 febrúar, 2011

Þegar hlakkar í

Ætli það sé ekki bara sammannlegt, eins og svo margt í mannheimi, að eiga erfitt með sleppa því að gleðjast nokkuð þegar náunginn, sérstaklega ef maður lítur á hann, sem sér andstæðan í einhverjum efnum, er ekki alveg að höndla tilveruna.

Hópurinn með stóru möndluna (Möndlungar) veit þessa dagana ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Línan hefur löngum verið svo hrein og tær, bein og skýr, ekki síst frá því ritstjórinn steig eins og alheimslausnari fram í sviðsljósið. Ein rödd, ein skoðun, (Ein Land, ein Volk, eine Stimme (eða einhvernveginn í þá veru)). Síðan þá hefur sú skoðun verið rík hjá Möndlungum, að í raun hefðu þeir sem voru ekki á línunni, varla tilverurétt meðal þjóðarinnar. Þar fóru víst hálfgerðir vanvitar sem vildu eyðileggja allt hið góða sem stefnan eina (sem í rauninni er aldrei orðuð sem slík) stóð fyrir.

Nú hefur það gerst að stráklingurinn sem hefur stýrt Möndlungum er orðinn vikapiltur kommúnísta og það rýkur úr Hádegismóum. Litlir Möndlungar vítt um landið reka upp ramakvein. 

Það hlakkar í mér gegn vilja mínum og mér er spurn, eftir hamaganginn: hve margir þeirra sem samþykkt hafa harðorðar ályktanir að undaförnu, gegn stráklingnum og nánustu hirð hans, hafa yfirleitt lesið, sjálfstætt, þennan meinta ólánssamning? 

Maktar leitað, moðreykur troðinn,
merktir eru kvislingar.
Margklofnir, því mikill er voðinn,
möndlu núna tittlingar.

2 ummæli:

  1. Hirðkveðill lýtur höfði í lotningu .... hefði varla getað ort þetta betur sjálfur.

    En lætur nú kannski á það reyna síðar..... Takk;)
    fH

    SvaraEyða
  2. Eða eins og segir í ljóðinu góða:

    "Kommónistar komu þar
    og kveiktu í öllu saman"!

    þarf að fá fyrri partinn frá henni Aggí minni (dóttur Jóns Múla)

    fH

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...