25 febrúar, 2011

"Ennþá með legið í brókinni"

Ég hef áður vikið lítillega að því að fyrir skömmu sótti ég námskeið í skyndihjálp ásamt samstarfsmönnum mínum. Leiðbeinandinn var afar hress og skemmtileg kona frá Árnesingadeild Rauða krossins - hélt athygli viðstaddra óskiptri í ríflega fjóra klukkutíma.

Meðal þess sem fjallað var um voru viðbrögð við því þegar stendur í einhverjum í nánasta umhverfi manns. Leiðbeinandinn lýsti helstu aðferðum sé nýttust vel við fólk á ýmsum aldri og í ólíkar aðstæður. Meðal þeirra aðferða sem fjallað var um var svokölluð Heimlich-aðferð, sem beitt er eins og sjá má á skýringarmyndinni sem fylgir hér. Leiðbeinandinn greindi frá hvernig henni skal beitt á mismunandi aldursskeiðum og eftir mismunandi ásigkomulagi þeirra sem stæði í.  Einn var sá hópur sem mun þurfa að greina lítllega áður en gripið er til Heimlich-aðferðarinnar, en það eru vanfærar konur. Þá þarf fyrst að athuga hvort viðkomandi er (hér vísast til fyrirsagnarinnar). Þó svo einhverjir kunni að halda því fram, að málfarið sem leiðbeinandinn notaði, sé í óheflaðri kantinum, þá verður því varla á móti mælt, að það er afar myndrænt og athyglisvekjandi.

Ég rétt sé sjálfan mig framkvæma slíka greiningu við þessar aðstæður. Hvar byrjar t.d. brókin? Það hlýtur að fara eftir ýmsu, sem ég ætla ekki einu sinni að reyna að fabúlera um. Það verður hver að gera fyrir sig.

3 ummæli:

  1. Nú er lag í legi
    á ljúfum föstudegi
    kanna brók og kætast
    hvað skal þar nú mætast?

    Heimlich karlinn kemur
    kúnstir margar fremur
    kreistir börn úr kviði
    -á koju trú' ég miði.

    Barnið litla bljúga
    brátt fer því að trúa
    að Heimlich ei hér henti
    - og harkalega lenti!

    Hirðkveðli finnur hjá sér ómótstæðilega hvöt til að tjá sig um hina nýju fæðingartækni Heimlichs....

    SvaraEyða
  2. Ég hafði ekki hugsað þetta svona - það á eitthvað að fara upp, með beitingu þessarar aðferðar - en ekki niður. Nú mun ég líklega aldrei nota hana.

    SvaraEyða
  3. Kæri hP,
    ég veit að "eitthvað" á að fara upp. Bendi engu að síður á að miðað við ófríska konu væri ég dauðhræddur um að "eitthvaðið" færi frekar niður...

    Hirðkveðill Kvistholts- glottandi;)

    SvaraEyða

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...