20 febrúar, 2011

Í tilefni dagsins

"Ja, hart es í heimi" sagði gamli unglingurinn í dag, í tilefni af óróa í samfélaginu. 
Ekki hélt hann áfram, en auðvitað gerði ég það:
Hart er nú í heimi,
helvíti' er það gaman.
Guð, í alheimsgeimi
grettir sig í framan.


Ef sá gamli hefði haldið áfram á með vísuna sem hann byrjaði á, hefði það verið með þessum hætti:
Hart es í heimi
Hórdómr mikill
Vindöld, vargöld
áðr veröld steypisk
Þetta kemur úr Völuspá og er væntanlega lýsing á aðdraganda heimsendis.



1 ummæli:

  1. Náðirðu mynd af honum;)?

    Gemmér kopíu;)

    Kveðill hinn kvæðalausi

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...