20 febrúar, 2011

Í tilefni dagsins

"Ja, hart es í heimi" sagði gamli unglingurinn í dag, í tilefni af óróa í samfélaginu. 
Ekki hélt hann áfram, en auðvitað gerði ég það:
Hart er nú í heimi,
helvíti' er það gaman.
Guð, í alheimsgeimi
grettir sig í framan.


Ef sá gamli hefði haldið áfram á með vísuna sem hann byrjaði á, hefði það verið með þessum hætti:
Hart es í heimi
Hórdómr mikill
Vindöld, vargöld
áðr veröld steypisk
Þetta kemur úr Völuspá og er væntanlega lýsing á aðdraganda heimsendis.



1 ummæli:

  1. Náðirðu mynd af honum;)?

    Gemmér kopíu;)

    Kveðill hinn kvæðalausi

    SvaraEyða

Leikdeild Umf. Biskupstungna: 39 og ½ vika

Þegar kynslóðirnar mætast í sameiginlegu verkefni, verður til einhver galdur. Maður eflist í þeirri trú, að  framtíðin feli ekki bara í sér ...