25 febrúar, 2011

"Ennþá með legið í brókinni"

Ég hef áður vikið lítillega að því að fyrir skömmu sótti ég námskeið í skyndihjálp ásamt samstarfsmönnum mínum. Leiðbeinandinn var afar hress og skemmtileg kona frá Árnesingadeild Rauða krossins - hélt athygli viðstaddra óskiptri í ríflega fjóra klukkutíma.

Meðal þess sem fjallað var um voru viðbrögð við því þegar stendur í einhverjum í nánasta umhverfi manns. Leiðbeinandinn lýsti helstu aðferðum sé nýttust vel við fólk á ýmsum aldri og í ólíkar aðstæður. Meðal þeirra aðferða sem fjallað var um var svokölluð Heimlich-aðferð, sem beitt er eins og sjá má á skýringarmyndinni sem fylgir hér. Leiðbeinandinn greindi frá hvernig henni skal beitt á mismunandi aldursskeiðum og eftir mismunandi ásigkomulagi þeirra sem stæði í.  Einn var sá hópur sem mun þurfa að greina lítllega áður en gripið er til Heimlich-aðferðarinnar, en það eru vanfærar konur. Þá þarf fyrst að athuga hvort viðkomandi er (hér vísast til fyrirsagnarinnar). Þó svo einhverjir kunni að halda því fram, að málfarið sem leiðbeinandinn notaði, sé í óheflaðri kantinum, þá verður því varla á móti mælt, að það er afar myndrænt og athyglisvekjandi.

Ég rétt sé sjálfan mig framkvæma slíka greiningu við þessar aðstæður. Hvar byrjar t.d. brókin? Það hlýtur að fara eftir ýmsu, sem ég ætla ekki einu sinni að reyna að fabúlera um. Það verður hver að gera fyrir sig.
Skrifa ummæli

Baldur - ungmennafélagsandríki og tengiskrift.

Á héraðsskjalasafninu á Selfossi er að finna ýmislegt. eins og nærri má geta, því þar er um að ræða héraðsskjalasafn.  Þarna hefur fólk ve...