01 október, 2008

90/II



Benedikt hafði fengið það hlutverk að tryggja sómasamlega afmælismáltíð. Því var haldið að Geysi í framhaldi af Laugarásferðinni. Þarna var nú bara um börn og tengdabörn að ræða ásamt gamla unglingnum, alls 11 manns. Það varð niðurstaða, að gera þetta ekki umfangsmeira þessu sinni. Ræðum það nánar á aldarafmælinu.
Eftir kampavínsbragð og misvelheppnaðan afmælissöng (uss, uss) og æfingu í að mæla á erlendum tungum, hósfst þriggja rétta glæsimáltíð, þó ekki fyrr en ég og Benedikt höfðum komist að þeirri niðurstöðu að hann skyldi vera veislustjóri, sem búast mátti við að væri hreint ekki einfalt mál.
Þá kom það auðvitað í ljós að ekki var um vana menn í veisluhöldum að ræða, með því að okkur láðist að panta viðeigandi vínföng með veislunni. Það fór þó allt vel að lokum.
Undir borðum voru auðvitað fluttar merkar, tímamótaræður afmælisbarninu til heiðurs, en það svaraði síðan fyrir sig, fullum hálsi.
Allt fór þetta hið besta fram, enda mikið sómafólk á ferð.


Það var bæði jákvætt og neikvætt að við skyldum hafa hótelið algerlega fyrir okkur þetta kvöld. Jákvætt vegna þess að við gátum haft eins hátt og við vildum og haldið eins margar og merkar ræður og við vildum, án þess að trufla aðra gesti. Þar að auki var ávallt þjónn til reiðu þegar einhvers var óskað.
Neikvætt vegna þess að við höfðum það lítið eitt á tilfinningunni, með réttu eða röngu, að þjónarnir tveir og kokkurinn biðu eftir því að við lykjum okkur af svo þeir kæmust heim í háttinn. Réttirnir þrír voru bornir í okkur, ótt og títt, en ávallt að mikilli kurteisi, en á erlendum tungum.

Ágætt kvöld í alla staði.

Að Geysi var gengið að borði


4 ummæli:

  1. Töff mynd nr 33 ( afmælisferðinni um 'ásinn) - alveg eins og málverk.. reyndar finnst mér Vörðufellið alltaf líta út eins og á málverki, kannski bara einhver geðveiki í mér ..

    SvaraEyða
  2. Afskaplega hefur hann verið spakur, fálkinn sem kom og settist á öxlina á mömmu...

    SvaraEyða
  3. Skemmtilegar myndir eins og ávallt

    SvaraEyða
  4. Fínar og flottar myndir.

    Greinilega góður dagur.

    ;-)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...