14 ágúst, 2011

Hlutlaus frásögn af flugferð

Það er miðvikudagsmorgunn, 3. ágúst 2011. Klukkan er rétt rúmlega átta að morgni í rananum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þarna ganga þau fD og hP með handfarangur sinn sem leið liggur út að hliði 15 þar sem þeirra bíður flugvél á vegum IE, sem er 'on time' eins og það heitir á flugmáli, og sem á að hefja sig á loft kl. 08:40 frá Keflavík og lenda í Kaupmannahöfn kl. 13:40 að staðartíma. Þau fD og hP eiga síðan tengiflug með Norwegian flugfélaginu sem fer frá Kaupmannahöfn kl 15:25 að staðartíma, til Álaborgar. Þarna er sem sagt klukkutími og fjörutíu og fimm mínútur milli þess sem vél IE á að lenda  og vél Norwegian á að taka á loft. Þá ber þess að geta að þar sem um innanlandsflug er að ræða, er frestur til innritunar þar til hálftíma fyrir flug.

Þetta eru aðstæðurnar miðað við að allt sé samkvæmt áætlunum.

Kl. 0825 - Farþegum er hleypt úr biðsal niður í annan biðsal. Fyrir utan stendur farkosturinn.
Kl. 0835 - Farþegar fá að ganga út í vélina (5 mín í áætlaðan brottfarartíma).
Kl. 0850 - Farþegar í stórum dráttum komnir í vélina - (fD og hP sitja þannig að þau heyra vel orðaskipti flugþjóna sín í milli.) Enn vantar 2-10 farþega - talningarmanneskjan var ekki viss, svo talning var framkvæmd aftur.
Kl. 0905 - Vel slompaður eldri karlmaður kemur í vélina. Annað gerist ekki.
Kl. 0925 - Flugstjóri tilkynnir að beðið sé eftir pappír vegna hleðslu vélarinnar og segir að þegar hann er kominn, sé ekkert að vanbúnaði að leggja í hann.
Kl. 0945 - Flugstjórinn tilkynnir að nú sé pappírinn að koma og það sé ekkert annað en skella sér í loftið. Maður kemur inn í vélina með pappír í hönd og fer fram í flugstjórnarklefann, síða út aftur. Vélinni er lokað. Ekkert frekar gerist.
Kl. 0955 - vélinni er ýtt frá flugstöðinni og er síðan ekið alllanga leið þar til tekið er á loft um kl 10:00. Í flugtaki tekur að leka vatn yfir hP þar sem hann situr og veltir fyrir sér hvernig bregðast skuli við þessari stöðu sem upp er komin. Bráðfyndinn flugþjónn segir að sturtan sé bara bónus.

Þetta ferli hafði það óhjákvæmilega í för mér sér að ekki er flogið frá Kaupmannahöfn kl 15:25, enda voru þau fD og hP þá að bíða eftir töskum á færibandi.
Álaborgarbúandi Kvisthyltingurinn fór í að breyta flugmiðum. Breytingin kostaði DKK1240, sem var þá  beint fjárhagslegt tap vegna seinkunar á brottför IE frá Keflavík.

Hér er auðvitað hægt að upphefja hávaða, en tilgangur með slíku væri fyrst og fremst að losa sig við einhverjar frústrasjónir - annað hefði það ekki í för með sér.
Það virðist ljóst að farþegar hjá IE eru búnir að aðlaga sig því að vélar þess fari bara einhverntíma af stað, sem er auðvitað erfitt fyrir þá sem kjósa að halda sig við þær tímasetningar sem farið er af stað með.

Flugið með Norwegian til og frá Álaborg var eins og best verður á kosið - tímasetningar stóðust og vélarnar voru nýjar og gott fótapláss. Ég get mælt með því flugfélagi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...