Sér búið að dæma húsið ónýtt þá er væntanlega ýmislegt í stöðunni og þessu skelli ég fram hér:
1. Það er hægt að gera ekkert - láta húsið grotna niður - sem er auðvitað ekki ásættanlegt.
2. Auðvitað er hægt að fjarlægja bygginguna, sem er sjálfsagt ekki hrist fram úr erminni - hver bæri slíkan kostnað?
3. Byggðastofnun gæti afhent hús og lóð eigendum Laugarásjarðarinnar til umsýslu gegn einhverju lágmarksgjaldi. (þetta er eini hluti Laugarásslandsins sem er ekki í eigu landeigenda). Þetta þætti mér góður kostur og til þess fallinn að eitthvað gerist þarna að því tilskildu að einhver samstaða verði um það hér í uppsveitum - en það er því miður er ekki á visan að róa með það.
4. Nýr eigandi velur, eftir að kostir í stöðunni hafa verið metnir, annað hvort að rífa húsið og fjarlægja með það í huga að byggja upp aftur, eða þá gera nauðsynlegar endurbætur og byggja núverandi hús upp í samræmi við þá starfsemi sem því er ætlað að hýsa.
Þessi bygging og landið er til sölu og ekkert fjallað um að húsið sé ónýtt:
Þetta eru helstu upplýsingar af vef Þjóðskrár:
smella á til að stækka.
Svo er bara að koma málinu af stað ef það hefur ekki þegar verið gert.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli