26 janúar, 2013

Eldri borgara í sláturhúsið (2)

Þrátt fyrir að mér hafi verið bent á að líklegt sé að byggingin sem uppahaflega gegndi hlutverki sláturhúss hérna í Laugarási, væri nú í eigu Byggðastofnunar og hefði verið afskrifuð sem ónýt, breytir það ekki ýkja miku um það, að ég tel að staðurinn, með eða án þessa ónýta húss væri afar hentugur fyrir þá starfsemi sem ég fjallaði um í síðasta pistli og mér sýnist að framundan sé að opinberir aðilar sem með þetta hafa að gera, hvort sem það er 2000 m² byggingin eða 3ja hektara landið, taki nú þau skref sem þarf til.

Sér búið að dæma húsið ónýtt þá er væntanlega ýmislegt í stöðunni og þessu skelli ég fram hér:

1. Það er hægt að gera ekkert - láta húsið grotna niður - sem er auðvitað ekki ásættanlegt.
2. Auðvitað er hægt að fjarlægja bygginguna, sem er sjálfsagt ekki hrist fram úr erminni - hver bæri slíkan kostnað?
3. Byggðastofnun gæti afhent hús og lóð eigendum Laugarásjarðarinnar til umsýslu gegn einhverju lágmarksgjaldi. (þetta er eini hluti Laugarásslandsins sem er ekki í eigu landeigenda). Þetta þætti mér góður kostur og til þess fallinn að eitthvað gerist þarna að því tilskildu að einhver samstaða verði um það hér í uppsveitum - en það er því miður er ekki á visan að róa með það.
4. Nýr eigandi velur, eftir að kostir í stöðunni hafa verið metnir, annað hvort að rífa húsið og fjarlægja með það í huga að byggja upp aftur, eða þá gera nauðsynlegar endurbætur og byggja núverandi hús upp í samræmi við þá starfsemi sem því er ætlað að hýsa.

Þessi bygging og landið er til sölu og ekkert fjallað um að húsið sé ónýtt:

Þetta eru helstu upplýsingar af vef Þjóðskrár:
smella á til að stækka.

Svo er bara að koma málinu af stað ef það hefur ekki þegar verið gert.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...