04 maí, 2008

Ekki tími fyrir neina leti eða pælingar

Hann segir það fyrir sunnan og hinumegin, að bloggskriftirnar snúist um að láta vita af því að þau hjónaleysin séu enn lífs og vissulega er það alltaf léttir þegar þessar tilkynningar koma með tiltölulega reglulegu millibili.
Það má eiginlega það sama segja af þeim sem hér lemur á lyklana; þessi tími er ekki góður til að velta umfjöllun um hinstu rök tilverunnar yfir mögulega lesendur. Vonandi fer staða mála heldur að skána upp úr næstu helgi, en mestu prófatörninni lýkur þann 15. maí.
Prófagerð, prófayfirferð og prófaskipulag á hug minn allan, auk þess sem fermingavertíðin er í hámarki og við vorum búin að taka að okkur að koma þar nokkuð að söng, þennan og næstu 2 sunnudaga. Við erum sem sagt núna nýkomin úr þeirri fyrstu í lotunni.
Þar fregnuðum við að Inga frá Kjarnholtum hafi látist í gær, svo fyrir þá sem til hennar þekktu.

Ég geri mér grein fyrir því, að einhverjum hafi þótt nóg um þegar síðasti hluti þjóðfélags á hverfanda hveli birtist, en ég lofa því að þeim þáttum er lokið í bili, að minnsta kosti. Ekki það að ég hafi ekki nóg um það málefni að segja, heldur þarf að að búa til um það skýrari hugsun áður en lengra er haldið.

Einn áhugasamur lesandi heillaðist af skrifunum, en átti í einhverju braski með að koma heillun sinni á framfæri og sendi mér því kveðskap ásamt því að biðja um leiðbeiningar. Ég læt kveðskapinn fylgja hér með í þeirri von að birtingin hafi ekki eftirköst.

Undir rappi:
Ekki kemst ég inn á blogg
aldrei fæ þar brýna gogg
nema fái að nýta mér
náðartakka bloggs hjá þér.

Lagboði:
Ó, hve dýrslegt er að sjá.
Finni ég ekki frið á ný
finnst mér rétt að gleyma því
að ég bloggið barði augum
býsna hress þá varð á taugum
Undarlega indælt var
allt sem skrifað sá ég þar
allt
Ef HÁ gerir engar athugasemdir mun ég birta höfundinn fullu nafni innan skamms, enda kveðskapurinn hreint ekki vondur.

Ekki er alltaf andinn með í för.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...