13 júní, 2009

Berlín - Kjörfurstastræti og allt það

Ekki var kórsöngur eina ástæða ferðar Kvisthyltinga til Berlínar, því þar býr frumburður okkar ásamt konu sinni og frumburði þeirra, sem við höfðum ekki séð um nokkurra mánaða skeið. Það þarf náttúrulega ekkert að fjölyrða um það, en það er voðalega gaman að fara í svona heimsókn og sjá hvernig ungfrú Júlía stækkar og þroskast með ógnarhraða. 
Þá skemmdi engan veginn fyrir að Oslómaðurinn skellti sér yfir í helgarferð.



Þessi dvöl okkar í Kjörfurstastræti hafði þær afleiðingar að:
- nú þekkjum við afa- og ömmubarnið betur en áður - heilmikill grallari hér á ferð.
- við fengum afar góða hreyfingu í gönguferðum til og frá og milli lestarstöðva, tónleikastaða og dvalarstaðs.
- við þekkjum nú lestakerfi Berlínar, ofanjarðar jafnt sem neðanjarðar bara nokkuð vel.
- við tókum síður þátt í útúrsjóðandi gleðskap kórfélaga vítt og breitt um þessa söguþrungnu borg. Þótt gleðin hafi haft sína kosti þá var valið ekki erfitt. "Been there, done that" - eða þannig.

Mæðgurnar urðu okkur samferða til föðurlandsins og dvelja í skagfirskri sveitasælu meðan tenórinn undirbýr krefjandi hlutverk sitt í Wagneróperu.

Í Kjörfurstastræti að koma
var kannski það besta við allt.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...