28 ágúst, 2009

Busabusabus



Þetta gerist á hverju ári og að stærstum hluta fremur óyndislegt, að mínu mati. Það eina sem eftir er af upprunalegu seremóníunni í kringum inntöku nýrra nemenda í samfélag nemenda í ML, er skírnin sjálf í vatninu, en meira að segja hún hefur farið í gegnum umtalsverða breytingu. Þessi breyting felst aðallega í tvennu: Í fyrsta lagi nenna eldri nemendur ekki lengur að elta busana uppi til að koma þeim út í vatn. Í staðinn reka þeir þá þangað og busar, sem ekki vita betur, hlaupa allt hvað af tekur beint út í vatn. Í annan stað grunar mig sterklega að lítið fari fyrir hinum latneska yfirlestri sem á að eiga sér stað um leið og vatni er ausið yfir skírnarþega úr skólabjöllu, áður en þeir eru látnir falla í vatnið.

Í minu minni var þessi þula svohljóðandi: IN AQUA SANITAS, IN VINO VERITAS, IN XXXXX CARITAS.Annað það sem þessir dagar fela í sér og sem kallað hefur veið busavika er aðallega fengið að láni frá uppáfinningasömum nemendum annarra skóla, en nú umgengist eins og áratuga hefð.
Mínar skoðanir á busastandinu hafa nú ekki náð miklum hljómgrunni hingað til og ég á ekkert von á að það gerist úr þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...