09 september, 2011
Rolla í laugvetnskum skógi
Það er sannkölluð réttastemning á Laugarvatni á þessum haustmánuðum. Þegar ég kem í vinnuna á morgnana tekur yfirlætislaust og afslappað jarmið á móti mér, gamalærnar spásséra um hlöðin og garðana, gönguferð um skóginn vekur upp í manni hungrið í safaríkt lambakjöt.
Laugarvetningar eru löngu hættir að ergja sig á þessum heimalningum sínum, þeir líta svo á að hvert blómaker sem sleppur, sé sigur. Aðdáunarverður eiginleiki, þetta rólyndislega og jafnvel, á einhvern óútskýranlegan hátt, jákvæða viðhorf til fjárins, sem hefur tamið sér þetta sérstaka nábýli við íbúana.
Einn og einn heyri ég að vísu nefna það, að til þess að breyta stöðunni sé ekki um annað að ræða en skjóta bæði gamalærnar og lömbin. Það verði bara að drífa í því.
Svo er sagt að eigandinn hlæi bara að öllu saman - en það get ég ekki staðfest.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Costa Rica (17) Norður í svalann - lok
Frásögnin hefst hér FRAMHALD AF ÞESSU -------------------------------------- Að morgni mánudagsins 24. nóvember lá fyrir, eins og alltaf v...
-
Þegar kynslóðirnar mætast í sameiginlegu verkefni, verður til einhver galdur. Maður eflist í þeirri trú, að framtíðin feli ekki bara í sér ...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
INNGANGUR Janúar er venjulega frekar leiðinlegur mánuður. Ljósadýrð jóla og áramóta frá og ekki lengur lifandi spurningin um að skella sér á...

Engin ummæli:
Skrifa ummæli