27 desember, 2011

Ég hef heyrt fólk efast

Í gær sáust skilaboð á samskiptasíðum frá fólki sem sat fast hér og þar. Þarna voru t.d. ein  frá manni sem tilkynnti að hann væri fenntur inni á Laugarvatni og öðrum sem var í sömu stöðu undir Eyjafjöllum.

Á sama tíma svifu glitrandi snjókornin úr loftinu yfir Laugarási og bættust við dúnmjóka mjöllina sem fyrir var. Hér er enginn  fenntur inni því hér ríkir lognkyrrðin ein.

Fleiri myndir

Bestu jólakveðjur til ykkar allra sem dveljið á lognminni stöðum. 

Að þessu búnu biðst ég afsökunar á svo ögrandi sendingu. :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Costa Rica (7) Matur

FRAM HALD AF ÞESSU Eftir að ljóst var að farið var að fjara undan morgunfjöri fuglanna í Blue River, tók við morgunverður og fljótlega eftir...