09 febrúar, 2012
Fréttatilkynning hin fyrri
Í dag, 9. febrúar, veitir Þorvaldur Skúli Pálsson, frá Laugarási í Bláskógabyggð, viðtöku styrk að upphæð DKK300.000 (ISK6550000), sem Morten Østergård, ráðherra rannsókna, nýsköpunar og æðri menntunar í Danmörku, og Jóakim Danaprins afhenda. Athöfnin fer fram í Ny Carlsberg Glyptotek í Kaupmannahöfn, að viðstöddu fjölmenni.
Styrkurinn sem um er að ræða kallast EliteForsk rejsestipendium og það er ráðuneyti rannsókna, nýsköpunar og æðri menntunar sem veitir hann. Þessi styrkur var fyrst veittur árið 2007, en hann hljóta ”mjög hæfileikaríkir doktorsnemar, sem skulu nýta hann til lengri námsdvalar við bestu rannsóknaraðstæður sem völ er á.”
Styrkþegar eru valdir úr hópi allra doktorsnema í Danmörku og eru á þessu ári 17 að tölu.
Þorvaldur Skúli er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þennan styrk.
Verkefnið sem Þorvaldur Skúli vinnur að, ber heitið ”Pelvic Girdle Pain – Sensory and Motor Aspects.” Þar rannsakar hann nokkra þætti sem hugsanlega liggja til grundvallar verkjum frá mjaðmagrind.
Fyrri rannsóknir benda til að það sé talsverð skörun milli mjóbaksverkja og verkja frá mjaðmagrind, en í hvorugu tilvikinu vita menn hvers vegna sumir þróa með sér langvinna verki sem ekki lagast við meðferð. Besta dæmið um verki af þessu tagi eru mjaðmagrindarverkir á meðgöngu, en þá verða allar konur fyrir margskonar líkamlegum breytingum og finna til verkja af ýmsu tagi, sem telst fullkomlega eðlilegt. Það er hinsvegar ekki ljóst, hvers vegna líkamleg einkenni hverfa ekki þegar allar líkamlegar breytingar sem tengjast meðgöngu eru gengnar til baka. Vonir standa til að niðurstöðurnar veiti vísbendingar um hvernig haga beri meðferð við verkjum af þessu tagi, þannig að árangur verði betri en hingað til.
Styrkinn hyggst Þorvaldur Skúli nota til að standa undir kostnaði við rannsókn sem verður framkvæmd við Curtin University of Technology í Perth í Ástralíu, í samvinnu við rannsóknahóp sem hefur talsverða reynslu af rannsóknum á mjóbaks- og mjaðmagrindarverkjum.
Þorvaldur Skúli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni, BS-prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands og meistaraprófi frá Curtin tækniháskólanum Perth. Hann leggur nú stund á doktorsnám við Álaborgarháskóla.
Þorvaldur Skúli er kvæntur Ástu Huldu Guðmundsdóttur og þau eiga tveggja ára son.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Hér er engu við að bæta nema:
SvaraEyðaEINLÆGUM HAMINGJUÓSKUM í tilefni þessa stórsigurs í faginu.
Hirðkveðill Kvistholts