04 janúar, 2015

Marsipan

Maður þarf endalaust að vera að taka afstöðu til einhvers. Oftast gerir maður það á grundvelli þess sem maður telur vera rétt.  En hvernig kemst maður að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé rétt, og að eitthvað annað sé rangt?

Mér finnst marsipanmolarnir í konfektkassanum heldur misheppnuð framleiðsla og hún höfðar ekki til mín. Það mun enginn geta kallað eftir samstöðu minni um að krefjast þess að það verði bara framleiddir marsipanmolar. Ég mun leyfa mér að gagnrýna þá skoðun að marsipanmolarnir séu einu ætu molarnir í kassanum.

Talsmenn marsipanmolanna komust til valda í þessu landi með því að lofa kjósendum því að það yrðu margir frábærir molar í gylltum og silfruðum umbúðum, með alveg nýju marsipanbragði í kössunum ef þeir kæmust til valda. Þeir halda svo áfram að segja þjóðinni að marsipanið sé gott og að við eigum að sýna samstöðu um það. Þeir þola illa raddir sem reyna að halda því fram að marsipan sé vont.

Það var mikið rætt um samstöðu þjóðarinnar í ávörpum fyrirmenna um áramótin.

Kannski verða bara marsipanmolar í konfektkössunum um næstu jól.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...