Þessi dagur er staðfesting á því að vantraust mitt og fjölmargra annarra á stofnunum samfélagsins hefur verið og er réttlætanlegt. Einhvers konar staðfesting á því, að alla daga, allan ársins hring dunda einhverjir apakettir sér við það að svindla og svíkja, ekki aðeins hver annan, sem mér er nokk sama um, heldur þessa blessuðu vanmáttugu og bláeygu þjóð; þjóð sem trúir alltaf á ný.
Nafnorðið traust og sagnorðið að treysta eru mikil tískuorð um þessar mundir. Allt á að vera gagnsætt og uppi á borðinu til að skapa traust á hinu og þessu. Þetta er líklegast bara orðagjálfur til þess eins ætlað að freista þess að fá okkur til að treysta svo hægt verði að svína á okkur enn á ný. Ég tel reyndar að verið sé að því alla daga. Orð eru ódýr.
Það er óendanlega eitthvað dapurlegt að búa við það að geta ekki treyst. Það er eiginlega bara niðurdrepandi til lengdar. Það er eins og ekki fyrirfinnist sú hugsun að við samtímamennirnir eigum að fá að ganga í gegnum lífið í fullvissu þess að við séum að stefna að einhverju svipuðu til að líf okkar allra geti orðið gott líf. En, nei, það eru alltaf einhverjur, sem búa ekki yfir nauðsynlegri siðferðiskennd til að svo megi verða. Það virðist meira að segja vera til hellingur af slíku fólki, fólki sem lifir fyrir það að raka að sér auði og völdum í krafti fjármagns, sérþekkingar eða ættartengsla.
Ég hef ekki sérstaklega mikla trú á því að ég muni lifa það að búa í þjóðfélagi þar sem traust ríkir. Með vaxandi fáfræði fólks (mér þykir leitt að þurfa að segja það) skapast einmitt kjörlendi fyrir þá sem búa yfir hæfileikanum til að sannfæra almúgann um mannkosti sína.
Þessu þurfti ég bara að koma frá mér á þessum degi, þegar 70 ár eru frá því stærsta eldgos 20. aldar hófst.
29 mars, 2017
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli